Dómari greip inn í tilskipun Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2017 08:37 Tilskipun Trump hefur verið mótmælt á flugvöllum víða um Bandaríkin. Vísir/AFP Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York. Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Alríkisdómari úrskurðaði í nótt, til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunar Trump um ferðabann frá tilteknum löndum. Umræddur dómari segir að nokkrir sem séu í haldi yfirvalda vegna tilskipunarinnar hafi fært sterk rök fyrir því að verið sé að brjóta á rétti þeirra. Ringulreið skapaðist á flugvöllum í gær vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samtökin American Civil Liberties Union eða ACLU telja að minnst hundrað til tvö hundruð manns hafi verið í haldi yfirvalda á flugvöllum í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, eða Department of Homeland Security, segir hins vegar að úrskurður dómarans hefði einungis áhrif á hluta þeirra sem forsetatilskipunin hafi komið niður á. „Forsetatilskipun Donald Trump er enn til staðar. Ferðalög verða enn bönnuð og stjórnvöld Bandaríkjanna áskilja sér réttar til að afturkalla vegabréfsáritanir að hverju sinni, sé þörf á því vegna þjóðaröryggis,“ segir í yfirlýsingu frá DHS. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Stephen Miller, starfsmanni Hvíta hússins, að skipun dómarans breyti litlu sem engu. Samkvæmt úrskurði dómarans er stjórnvöldum óheimilt að flytja aðila á brott sem hafi komið til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun frá áðurnefndum sjö löndum. Einnig á yfirvöldum að vera óheimilt að reka fólk með samþykkta flóttamannaumsókn á brott. Útlit er fyrir að fjöldi bandarískra ríkisborgara sem fæddust í öðrum löndum og séu á ferðalagi utan Bandaríkjanna, fái ekki að snúa heim í 90 daga. Jafnvel þótt þau séu með gildar vegabréfsáritanir, græna kortið svokallaða eða hafi notast við aðrar löglegar leiðir til að halda til í Bandaríkjunum. DHS segir að enginn ríkisborgari frá ríkjunum sjö hafi verið stöðvaður. Donald Trump hefur sagt að tilskipuninni sé ætlað að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur hann nefnt árásirnar á Tvíburaturnana máli sínu til stuðnings. Um er að ræða eitt af kosningaloforðum hans. Árásarmennirnir, sem flugu flugvélum á Tvíburaturnana og Pentagon, voru alls nítján. Af þeim voru fimmtán frá Sádi-Arabíu, tveir frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn frá Egyptalandi og einn frá Líbanon. Ekkert þessara ríkja er á lista Trump. Þá segir Bloomberg frá því að lönd sem að Trump hafi átt í viðskiptum í og tengist séu undanskilin. Tveir af þeim fyrstu sem voru stöðvaðir á flugvöllum voru menn frá Írak sem höfðu unnið fyrir bandaríska herinn þar í landi. Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi voru stöðvaðir á Kennedy flugvellinum í New York.
Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira