Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 14:09 Guðlaugur Þór Þórðarson og Donald Trump. Vísir/Ernir/EPA Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að baráttan gegn hryðjuverkum verði erfiðari og að það geri illt verra ef fólki er mismunað eftir trúarbrögðum eða kynþætti. Þetta kemur fram í Facebook færslu ráðherrans. Með þessum orðum er ljóst að Guðlaugur er að gagnrýna tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem undirrituð var í gær og kveður á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi.Ríkisstjórinn í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Í samtali við Vísi segir Guðlaugur að tilefni færslunnar séu áhyggjur af umræddri fyrirskipun Trump. „Það er forgangsmál að berjast gegn hryðjuverkum, en mismunun byggð á trúarbrögðum og kynþáttum hjálpar ekki málstaðnum.“ Guðlaugur bendir á að í þeim löndum sem tekin hafi verið fyrir í fyrirskipun Trumps, búi mismunandi fólk með mismunandi trúarbrögð. Það veki sérstaka athygli að á þessum lista séu ekki ríki sem sýnt hefur verið fram á að flestir hryðjuverkamenn komi frá, líkt og Sádí-Arabía. Því sé um augljósa mismunun að ræða. Guðlaugur segir jafnframt að fyrirskipunin brjóti í bága við íslensk gildi. „Við munum standa fast á þeim gildum sem við stöndum fyrir og munum halda því áfram," segir Guðlaugur sem segir að sér finnist sjálfsagt að fjalla um málið í utanríkismálanefnd eins og óskað hefur verið eftir. Að sögn Guðlaugs voru stjórnarskiptin vestra nýlega rædd á fundum hans með utanríkisráðherrum norðurlandanna. Hann segir að ráðherrarnir bíði þess að stefna bandarískra stjórnvalda skýrist í mörgum málaflokkum. Það sé þó gott að afstaða Bandaríkjamanna til NATO sé óbreytt í grundvallaratriðum. Þá hefur Guðlaugur einnig áhyggjur af fyrirskipunum Trump er varða fóstureyðingar, en nýlega skrifaði forsetinn undir tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar.Munum standa með okkar þegnumBreska forsætisráðuneytið hefur gefið út að bresk stjórnvöld muni standa með breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins, en sem dæmi má nefna að þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi sem upprunalega er frá Írak, má ekki ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði, á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Guðlaugur segir að íslenskir ríkisborgarar, sem upprunir eru frá einhverjum þessara landa, muni hljóta fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns. „Ef eitthvað slíkt kemur upp, þá munum við standa með okkar þegnum, það er alveg klippt og skorið,“ en að sögn Guðlaugs hafa slík mál ekki komið upp enn sem komið er. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var tvístígandi í gagnrýni á Trump, en gagnrýndi það þó að lokum. 29. janúar 2017 10:17 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að baráttan gegn hryðjuverkum verði erfiðari og að það geri illt verra ef fólki er mismunað eftir trúarbrögðum eða kynþætti. Þetta kemur fram í Facebook færslu ráðherrans. Með þessum orðum er ljóst að Guðlaugur er að gagnrýna tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem undirrituð var í gær og kveður á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi.Ríkisstjórinn í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Í samtali við Vísi segir Guðlaugur að tilefni færslunnar séu áhyggjur af umræddri fyrirskipun Trump. „Það er forgangsmál að berjast gegn hryðjuverkum, en mismunun byggð á trúarbrögðum og kynþáttum hjálpar ekki málstaðnum.“ Guðlaugur bendir á að í þeim löndum sem tekin hafi verið fyrir í fyrirskipun Trumps, búi mismunandi fólk með mismunandi trúarbrögð. Það veki sérstaka athygli að á þessum lista séu ekki ríki sem sýnt hefur verið fram á að flestir hryðjuverkamenn komi frá, líkt og Sádí-Arabía. Því sé um augljósa mismunun að ræða. Guðlaugur segir jafnframt að fyrirskipunin brjóti í bága við íslensk gildi. „Við munum standa fast á þeim gildum sem við stöndum fyrir og munum halda því áfram," segir Guðlaugur sem segir að sér finnist sjálfsagt að fjalla um málið í utanríkismálanefnd eins og óskað hefur verið eftir. Að sögn Guðlaugs voru stjórnarskiptin vestra nýlega rædd á fundum hans með utanríkisráðherrum norðurlandanna. Hann segir að ráðherrarnir bíði þess að stefna bandarískra stjórnvalda skýrist í mörgum málaflokkum. Það sé þó gott að afstaða Bandaríkjamanna til NATO sé óbreytt í grundvallaratriðum. Þá hefur Guðlaugur einnig áhyggjur af fyrirskipunum Trump er varða fóstureyðingar, en nýlega skrifaði forsetinn undir tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar.Munum standa með okkar þegnumBreska forsætisráðuneytið hefur gefið út að bresk stjórnvöld muni standa með breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins, en sem dæmi má nefna að þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi sem upprunalega er frá Írak, má ekki ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði, á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Guðlaugur segir að íslenskir ríkisborgarar, sem upprunir eru frá einhverjum þessara landa, muni hljóta fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns. „Ef eitthvað slíkt kemur upp, þá munum við standa með okkar þegnum, það er alveg klippt og skorið,“ en að sögn Guðlaugs hafa slík mál ekki komið upp enn sem komið er.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var tvístígandi í gagnrýni á Trump, en gagnrýndi það þó að lokum. 29. janúar 2017 10:17 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var tvístígandi í gagnrýni á Trump, en gagnrýndi það þó að lokum. 29. janúar 2017 10:17
Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51
Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26
Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45