Mun leggja mikla áherslu á jafnrétti Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2017 12:03 "Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki.“ Vísir/ERNIR Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira