Breivik fékk að faðma móður sína áður en hún lést atli ísleifsson skrifar 13. janúar 2017 11:17 Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt. Vísir/AFP Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik fékk leyfi til að faðma móður sína þegar hún heimsótti hann í fangelsið í síðasta sinn, skömmu áður en hún lést. Frank Eide, deildarstjóri í Ila-fangelsinu, greindi frá þessu fyrir rétti í morgun þar sem mál Breivik gegn norska ríkinu er nú tekið fyrir. Í frétt VG segir að þetta sé í eina skiptið frá því að Breivik var handtekinn í Útey þann 22. júlí 2011 sem hann hafi fengið að hitta aðra manneskju án þess að glerveggur eða rimlar skilji þá að. Eide segir ákvörðunina hafa verið tekna til að Wenche Breivik, sem þá var dauðvona, fengi leyfi til að kveðja þennan heim eftir að hafa fengið að faðma son sinn í síðasta sinn. „Hann kunni vel að meta þetta,“ sagði Eide, en Wenche Breivik lést 22. mars 2013. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, vildi vita hvort að um undantekningartilvik hafi verið að ræða eða hvort að fangelsisyfirvöld ætli sér að rýmka reglurnar þegar kemur að samskiptum Breivik við annað fólk. Fyrr í vikunni kom fram að Breivik eigi í bréfasamskiptum við fjölda kvenna. Þannig fái hann reglulega sendar erótískar smásögur með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum. Þá hafi hann skipst á bréfum við konu frá Svíþjóð frá árinu 2012. Konan hefur sent Breivik rúmlega 130 bréf frá 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Dómstóll dæmdi í vor að norska ríkið hafi brotið á mannréttindum Breivik í fangelsi. Dómnum var áfrýjað og er málið nú tekið fyrir á æðra dómstigi. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. 12. janúar 2017 19:21 Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik fékk leyfi til að faðma móður sína þegar hún heimsótti hann í fangelsið í síðasta sinn, skömmu áður en hún lést. Frank Eide, deildarstjóri í Ila-fangelsinu, greindi frá þessu fyrir rétti í morgun þar sem mál Breivik gegn norska ríkinu er nú tekið fyrir. Í frétt VG segir að þetta sé í eina skiptið frá því að Breivik var handtekinn í Útey þann 22. júlí 2011 sem hann hafi fengið að hitta aðra manneskju án þess að glerveggur eða rimlar skilji þá að. Eide segir ákvörðunina hafa verið tekna til að Wenche Breivik, sem þá var dauðvona, fengi leyfi til að kveðja þennan heim eftir að hafa fengið að faðma son sinn í síðasta sinn. „Hann kunni vel að meta þetta,“ sagði Eide, en Wenche Breivik lést 22. mars 2013. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, vildi vita hvort að um undantekningartilvik hafi verið að ræða eða hvort að fangelsisyfirvöld ætli sér að rýmka reglurnar þegar kemur að samskiptum Breivik við annað fólk. Fyrr í vikunni kom fram að Breivik eigi í bréfasamskiptum við fjölda kvenna. Þannig fái hann reglulega sendar erótískar smásögur með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum. Þá hafi hann skipst á bréfum við konu frá Svíþjóð frá árinu 2012. Konan hefur sent Breivik rúmlega 130 bréf frá 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Dómstóll dæmdi í vor að norska ríkið hafi brotið á mannréttindum Breivik í fangelsi. Dómnum var áfrýjað og er málið nú tekið fyrir á æðra dómstigi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. 12. janúar 2017 19:21 Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. 12. janúar 2017 19:21
Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18
Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59