Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Snærós Sindradóttir skrifar 14. janúar 2017 07:00 Teymið á bakvið Ghostlamp núna. Eitt þeirra er sjálft áhrifavaldur og segir mikla vinnu liggja á bak við samfélagsmiðlareikninginn sinn. Vinsældir á samfélagsmiðlum sé engin tilviljun. mynd/antonía lárusdóttir Íslenskt fyrirtæki hefur hannað forrit til að finna fólk á samfélagsmiðlum sem getur auglýst vörur með nýstárlegum hætti. Fyrirtækið kallar fólkið áhrifavalda og flokkar þá, sem undir frumskilgreiningu fyrirtækisins falla, eftir áhugasviði þeirra og markhópsins sem fólkið nær til. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni. Nýlega gengu til liðs við fyrirtækið forritarar sem komu í gagnið leitarforriti sem gengur sjálfvirkt allan sólarhringinn og finnur fólk sem hefur nægilega stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Jón Bragi fullyrðir að forritið sé það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hafi fyrirtækið nú þegar um milljón manns á skrá sem falla að skilyrðum fyrirtækisins.Jón Bragi Gíslason, stofnandi Ghostlamp. Mynd/ Antonía LárusdóttirÞar af eru ríflega 20 þúsund Íslendingar. „Við erum að miða við að þú hafir yfir eitt þúsund fylgjendur á Instagram. Það er samt ekki nóg að vera með mjög marga fylgjendur því við leitum að fólki sem er búið að byggja upp sterk tengsl við sinn fylgjendahóp,“ segir Jón Bragi. Fyrirtækið flokkar áhrifavaldana í mikilvægisröð eftir því hversu stóran markhóp hver og einn hefur. Í stuttu máli virkar það þannig að Ghostlamp fær til viðskipta við sig fyrirtæki sem skipuleggja herferð. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið hefur auglýst útivistarfatnað. Í kjölfarið hefur Ghostlamp samband við það fólk sem passar við vöruna og býður því að auglýsa hana gegn gjaldi.Jón Bragi hafnar því að um duldar auglýsingar sé að ræða. „Nei, þetta eru ekki duldar auglýsingar. Við erum ekki að ritstýra neinu. Áhrifafólkið fær bara tilboð um að taka þátt og við gefum því algjört listrænt frelsi á það hvernig það tjáir sig um vörur og þjónustu og þar af leiðandi er þetta ekki auglýsing sem slík.“ Innan skamms heldur Jón Bragi utan til að skipuleggja stóra herferð með alþjóðlegum risavörumerkjum sem þó má ekki greina frá strax vegna samninga. Fyrirtækið er nú þegar farið að starfa í Evrópu og Bandaríkjunum með þarlendum áhrifavöldum.„Þú getur fengið allt að 50 þúsund krónur fyrir herferð sem tekur þig einn dag að framkvæma. Fyrirtækin fá alvöru fólk til að vera talsmenn vörunnar sinnar og þeir búa til frábært efni til að kynna vöruna. Það fólk fær svo bara borgað eftir því hversu áhrifaríkt það er.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki hefur hannað forrit til að finna fólk á samfélagsmiðlum sem getur auglýst vörur með nýstárlegum hætti. Fyrirtækið kallar fólkið áhrifavalda og flokkar þá, sem undir frumskilgreiningu fyrirtækisins falla, eftir áhugasviði þeirra og markhópsins sem fólkið nær til. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni. Nýlega gengu til liðs við fyrirtækið forritarar sem komu í gagnið leitarforriti sem gengur sjálfvirkt allan sólarhringinn og finnur fólk sem hefur nægilega stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Jón Bragi fullyrðir að forritið sé það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hafi fyrirtækið nú þegar um milljón manns á skrá sem falla að skilyrðum fyrirtækisins.Jón Bragi Gíslason, stofnandi Ghostlamp. Mynd/ Antonía LárusdóttirÞar af eru ríflega 20 þúsund Íslendingar. „Við erum að miða við að þú hafir yfir eitt þúsund fylgjendur á Instagram. Það er samt ekki nóg að vera með mjög marga fylgjendur því við leitum að fólki sem er búið að byggja upp sterk tengsl við sinn fylgjendahóp,“ segir Jón Bragi. Fyrirtækið flokkar áhrifavaldana í mikilvægisröð eftir því hversu stóran markhóp hver og einn hefur. Í stuttu máli virkar það þannig að Ghostlamp fær til viðskipta við sig fyrirtæki sem skipuleggja herferð. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið hefur auglýst útivistarfatnað. Í kjölfarið hefur Ghostlamp samband við það fólk sem passar við vöruna og býður því að auglýsa hana gegn gjaldi.Jón Bragi hafnar því að um duldar auglýsingar sé að ræða. „Nei, þetta eru ekki duldar auglýsingar. Við erum ekki að ritstýra neinu. Áhrifafólkið fær bara tilboð um að taka þátt og við gefum því algjört listrænt frelsi á það hvernig það tjáir sig um vörur og þjónustu og þar af leiðandi er þetta ekki auglýsing sem slík.“ Innan skamms heldur Jón Bragi utan til að skipuleggja stóra herferð með alþjóðlegum risavörumerkjum sem þó má ekki greina frá strax vegna samninga. Fyrirtækið er nú þegar farið að starfa í Evrópu og Bandaríkjunum með þarlendum áhrifavöldum.„Þú getur fengið allt að 50 þúsund krónur fyrir herferð sem tekur þig einn dag að framkvæma. Fyrirtækin fá alvöru fólk til að vera talsmenn vörunnar sinnar og þeir búa til frábært efni til að kynna vöruna. Það fólk fær svo bara borgað eftir því hversu áhrifaríkt það er.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira