Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 17:47 Engar vísbendingar hafa fundist um ferðir Birnu. vísir/skjáskot Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun, er enn ófundin. Móðir Birnu sagði í samtali við Vísi að hópur sjálfboðaliða leitaði nú að henni í Hafnarfirði. Þeir sem taka þátt í leitinni eru aðallega vinir Birnu og skyldmenni. Móðir Birnu segir leitin hafi ekki borið nokkurn árangur og biðlar til björgunarsveitanna. „Leitin gengur ekki neitt. Ég vil kalla eftir allsherjaraðstoð og vil að allar björgunarsveitir aðstoði við leitina,“ segir hún. Að hennar sögn hefur lögreglan enn ekki tekið þátt í leitinni vegna skorts á vísbendingum. „Það eina sem við erum með í höndunum er að sími Birnu virðist hafa orðið rafmagnslaus klukkan 5:50 í Hafnarfirði, í grennd við gömlu slökkvistöðina,“ segir hún. Svæðið er talsvert stórt og segir móðir Birnu að vinir og ættingjar Birnu gangi nú í hús með mynd af henni og spyrjist fyrir um hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar.Kom fjölskyldunni í opna skjöldu Móðir Birnu segir að hvarf hennar hafi komið sér og fjölskyldunni í opna skjöldu. „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli. Hún er ekki að strjúka að heiman,“ fullyrðir hún. Móðir Birnu segir að hún hafi átt að mæta til vinnu bæði á laugardag og sunnudag en hún hefði ekki boðað forföll. „Vinkona hennar var vaktstjóri yfir henni og hún sagði að þetta hefði aldrei komið fyrir áður.“ Birna er fædd árið 1996 og er því tvítug. Hún er 170 sm há og um það bil 70 kíló. Hún er með sítt ljósrautt hár og var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó þegar síðast spurðist til hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Birnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun, er enn ófundin. Móðir Birnu sagði í samtali við Vísi að hópur sjálfboðaliða leitaði nú að henni í Hafnarfirði. Þeir sem taka þátt í leitinni eru aðallega vinir Birnu og skyldmenni. Móðir Birnu segir leitin hafi ekki borið nokkurn árangur og biðlar til björgunarsveitanna. „Leitin gengur ekki neitt. Ég vil kalla eftir allsherjaraðstoð og vil að allar björgunarsveitir aðstoði við leitina,“ segir hún. Að hennar sögn hefur lögreglan enn ekki tekið þátt í leitinni vegna skorts á vísbendingum. „Það eina sem við erum með í höndunum er að sími Birnu virðist hafa orðið rafmagnslaus klukkan 5:50 í Hafnarfirði, í grennd við gömlu slökkvistöðina,“ segir hún. Svæðið er talsvert stórt og segir móðir Birnu að vinir og ættingjar Birnu gangi nú í hús með mynd af henni og spyrjist fyrir um hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar.Kom fjölskyldunni í opna skjöldu Móðir Birnu segir að hvarf hennar hafi komið sér og fjölskyldunni í opna skjöldu. „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli. Hún er ekki að strjúka að heiman,“ fullyrðir hún. Móðir Birnu segir að hún hafi átt að mæta til vinnu bæði á laugardag og sunnudag en hún hefði ekki boðað forföll. „Vinkona hennar var vaktstjóri yfir henni og hún sagði að þetta hefði aldrei komið fyrir áður.“ Birna er fædd árið 1996 og er því tvítug. Hún er 170 sm há og um það bil 70 kíló. Hún er með sítt ljósrautt hár og var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó þegar síðast spurðist til hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Birnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels