Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa 15. janúar 2017 21:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. vísir/skjáskot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. Síðast er vitað um ferðir hennar í miðborg Reykjavíkur um kl.5 aðfaranótt laugardags. Lögreglan segir málið vera í algjörum forgangi og að unnið sé úr öllum vísbendingum sem berast. „Við rannsóknina, sem hefur staðið yfir sleitulaust í allan dag, hefur lögregla m.a. skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn, en það hefur ekki skilað árangri enn sem komið er,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hafa björgunarsveitir ekki verið virkjaðar til leitarinnar. Sagði hann að ekki væru nægilegar vísbendingar fyrir hendi til þess að afmarka sérstakt leitarsvæði. Hann taldi að þrátt fyrir að sími Birnu hefði verið í grennd við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði þegar hann varð rafmagnslaus, væri ekki hægt að draga þá ályktun að hún væri skammt undan. Jóhann staðfesti jafnframt að bifreið, sem Birna hefði ekið niður í bæ á föstudagskvöld, hefði fundist í miðbæ Reykjavíkur. „Hún fór á bíl niður í bæ og skildi hann þar eftir,“ sagði Jóhann.Uppfært 23:45: Jóhann Karl segir lögreglu hafa fengið ábendingar héðan og þaðan af landinu. Lögregla sé að skoða þær ábendingar en sé ennþá engu nær. „Við erum bara að skoða þær ábendingar sem við fáum og erum engu nær ennþá,“ sagði Jóhann Karl í samtali við fréttastofu um hálf tólf í kvöld. Uppfært 00:06 Björgunarsveitarmenn með sporhund aðstoða nú lögreglu við leit að Birnu. Samkvæmt Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er ekki um formlega leit björgunarsveitanna að ræða. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Birnu frá því kl. 5 í gærmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 - 1000. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. Síðast er vitað um ferðir hennar í miðborg Reykjavíkur um kl.5 aðfaranótt laugardags. Lögreglan segir málið vera í algjörum forgangi og að unnið sé úr öllum vísbendingum sem berast. „Við rannsóknina, sem hefur staðið yfir sleitulaust í allan dag, hefur lögregla m.a. skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn, en það hefur ekki skilað árangri enn sem komið er,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hafa björgunarsveitir ekki verið virkjaðar til leitarinnar. Sagði hann að ekki væru nægilegar vísbendingar fyrir hendi til þess að afmarka sérstakt leitarsvæði. Hann taldi að þrátt fyrir að sími Birnu hefði verið í grennd við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði þegar hann varð rafmagnslaus, væri ekki hægt að draga þá ályktun að hún væri skammt undan. Jóhann staðfesti jafnframt að bifreið, sem Birna hefði ekið niður í bæ á föstudagskvöld, hefði fundist í miðbæ Reykjavíkur. „Hún fór á bíl niður í bæ og skildi hann þar eftir,“ sagði Jóhann.Uppfært 23:45: Jóhann Karl segir lögreglu hafa fengið ábendingar héðan og þaðan af landinu. Lögregla sé að skoða þær ábendingar en sé ennþá engu nær. „Við erum bara að skoða þær ábendingar sem við fáum og erum engu nær ennþá,“ sagði Jóhann Karl í samtali við fréttastofu um hálf tólf í kvöld. Uppfært 00:06 Björgunarsveitarmenn með sporhund aðstoða nú lögreglu við leit að Birnu. Samkvæmt Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er ekki um formlega leit björgunarsveitanna að ræða. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Birnu frá því kl. 5 í gærmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 - 1000.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47
„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01