Leitað við Flatahraun: Öðruvísi aðferðum beitt en í miðbæ Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 15:33 Björgunarsveitarmenn í Hafnarfirði í dag. vísir/vilhelm Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, var aukamannskapur kallaður út um klukkan 14:15 en leitarfólk er einnig að störfum í miðbæ Reykjavíkur. „Það er verið að leita þarna við Flatahraun þar sem það var merki frá símanum hennar Birnu við gömlu slökkvistöðina. Þetta er öðruvísi leit en í miðbænum þar sem það er töluvert stærra svæði undir og það verið að leita meira meðfram stígum, götum og þess háttar. Það er því leitað á annan hátt í Flatahrauninu og öðrum leitaraðferðum beitt en niðri í bæ,“ segir Þorsteinn. Alls taka um 60 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni að Birnu núna og leitar helmingurinn í miðbænum og helmingurinn í Hafnarfirði. Í miðbænum er sérhæft leitarfólk við störf og í Hafnarfirði einnig auk annarra sem eru með mikla reynslu af leit að sögn Þorsteins.Stærra leitarsvæði er undir í Hafnarfirði en í miðbæ Reykjavíkur og er öðruvísi leitaraðferðum beitt.vísir/loftmyndirSíðast vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og við Flatahraun. Sími Birnu sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm þegar hún sást síðast. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17 Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31. 16. janúar 2017 14:41 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, var aukamannskapur kallaður út um klukkan 14:15 en leitarfólk er einnig að störfum í miðbæ Reykjavíkur. „Það er verið að leita þarna við Flatahraun þar sem það var merki frá símanum hennar Birnu við gömlu slökkvistöðina. Þetta er öðruvísi leit en í miðbænum þar sem það er töluvert stærra svæði undir og það verið að leita meira meðfram stígum, götum og þess háttar. Það er því leitað á annan hátt í Flatahrauninu og öðrum leitaraðferðum beitt en niðri í bæ,“ segir Þorsteinn. Alls taka um 60 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni að Birnu núna og leitar helmingurinn í miðbænum og helmingurinn í Hafnarfirði. Í miðbænum er sérhæft leitarfólk við störf og í Hafnarfirði einnig auk annarra sem eru með mikla reynslu af leit að sögn Þorsteins.Stærra leitarsvæði er undir í Hafnarfirði en í miðbæ Reykjavíkur og er öðruvísi leitaraðferðum beitt.vísir/loftmyndirSíðast vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og við Flatahraun. Sími Birnu sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm þegar hún sást síðast.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17 Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31. 16. janúar 2017 14:41 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17
Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31. 16. janúar 2017 14:41