Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu frá borgurum vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þessar ábendingar hafa engu skilað. Leit björgunarsveitarmanna í miðbæ Reykjavíkur skilaði heldur engum vísbendingum.
Vísbendingar frá borgurum hafa aðallega beinst að því hvar er að finna eftirlitsmyndavélar í miðbænum og hvort eitthvað leynist á þeim.
Lögreglan hefur fengið að fara inn á Facebook-aðgang hennar en lögreglan fékk leyfi frá fjölskyldunni til að gera það.
Sporhundar misstu slóð á Laugavegi 31 við leit í miðbænum í gær, á sama stað og Birna sást síðast.
Lögreglan segist rannsaka málið sem mannshvarf. Ekki eru upplýsingar sem benda til þess að það hafi átt sér refsiverð háttsemi.
Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent