Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 17:28 Fjöldi fólks, vinir og vandamenn, leitaði að Birnu Brjánsdóttur í Hafnarfirði í gær. Birna sást síðast aðfaranótt laugardagsins. Rannsókn lögreglu hefur litlu skilað. Vísir/Eyþór Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið batteríslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fyrir svörum voru Ásgeir Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni að Birnu, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Lögreglan telur tvo möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Annaðhvort hafi Birna farið af Laugavegi niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma. Foreldrar Birnu hafa aðstoðað lögreglu sem hefur meðal annars skoðað Facebook-aðgang hennar. Hins vegar hefur lögregla ekki fengið aðgang að öðrum samfélagsmiðlum en unnið er að því að fá aðgang að þeim. Birna er búsett hjá föður sínum í Bakkahverfinu í Breiðholti en virtist ekki reyna að ná athygli leigubílstjóra á göngu sinni frá Húrra við Tryggvagötu, niður Austurstræti og upp Bankastræti. Það bendi til þess að Birna hafi ekki verið í leit að leigubíl. Sömuleiðis telur fjölskylda hennar ólíklegt að hún hafi ætlað að ganga alla leiðina heim í Breiðholtið. Fjölskylda Birnu segir hana ekki neyta annarra vímuefna en áfengis. Lögregla segir að af eftirlitsmyndavélum að dæma hafi Birna bara verið að skemmta sér á Húrra og ekkert sem gerist þar sem bendi til þess að eitthvað hafi amað að. Á blaðamannafundinum kom fram að Birna var einhleyp en hún og kærasti hennar voru nýhætt saman. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið batteríslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fyrir svörum voru Ásgeir Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni að Birnu, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Lögreglan telur tvo möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Annaðhvort hafi Birna farið af Laugavegi niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma. Foreldrar Birnu hafa aðstoðað lögreglu sem hefur meðal annars skoðað Facebook-aðgang hennar. Hins vegar hefur lögregla ekki fengið aðgang að öðrum samfélagsmiðlum en unnið er að því að fá aðgang að þeim. Birna er búsett hjá föður sínum í Bakkahverfinu í Breiðholti en virtist ekki reyna að ná athygli leigubílstjóra á göngu sinni frá Húrra við Tryggvagötu, niður Austurstræti og upp Bankastræti. Það bendi til þess að Birna hafi ekki verið í leit að leigubíl. Sömuleiðis telur fjölskylda hennar ólíklegt að hún hafi ætlað að ganga alla leiðina heim í Breiðholtið. Fjölskylda Birnu segir hana ekki neyta annarra vímuefna en áfengis. Lögregla segir að af eftirlitsmyndavélum að dæma hafi Birna bara verið að skemmta sér á Húrra og ekkert sem gerist þar sem bendi til þess að eitthvað hafi amað að. Á blaðamannafundinum kom fram að Birna var einhleyp en hún og kærasti hennar voru nýhætt saman.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira