Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2017 11:04 Leitað var að Birnu við Hafnarfjarðarhöfn í alla nótt en margir sem nota samfélagsmiðilinn Tinder hafa skipt út myndinni af sér fyrir tilkynningu um hvarf Birnu. vísir/vilhelm/garðar Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Í gærkvöldi kom póstur inn í hópinn Beauty Tips á Facebook þar sem stelpur á Tinder voru sérstaklega hvattar til að skipta um mynd af sér og setja í staðinn mynd af tilkynningu um að Birnu sé saknað. Má ætla að markmiðið sé ekki hvað síst að ná til útlendinga og ef til vill helst erlendra ferðamanna sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um ferðir Birnu aðfaranótt laugardags. Tinder er stefnumótaforrit sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Eitt af því sem er í forgangi hjá lögreglu við rannsókn málsins er að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu til að sjá hvort hún hafi verið í samskiptum við einhvern þar nóttina sem hún hvarf.Árangurslaus leit hingað til Skipulögð leit hófst að Birnu fyrir hádegi í gær og stóð linnulaust yfir fram undir morgun. Byrjað var að leita í miðbæ Reykjavíkur í 300 metra radíus út frá þeim stað þar sem Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Leitin var árangurslaus en eftir hádegi hófst leit við Flatahraun í Hafnarfirði þar sem sími Birnu sendi seinast frá sér merki áður en slökkt var honum rétt fyrir klukkan sex um morguninn. Sú leit færðist inn í Heiðmörk í gærkvöldi þar sem leitað var á svokallaðri flóttamannaleið milli Vífilsstaða og Kaldárselsvegar en á tólfta tímanum fundust skór áþekkir þeim sem Birna klæddist nóttina sem hún hvarf við Hafnarfjarðarhöfn. Þungamiðja leitarinnar færðist því þangað í nótt en bar ekki árangur. Áfram verður leitað í dag og er leit nýhafin við Hafnarfjarðarhöfn og Flatahraun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að skórnir sem fundust í gær séu í sömu skóstærð og Birna notar. Þá eru þeir jafnframt af sömu tegund og sama lit en enn á eftir að staðfesta að um hennar skó sé að ræða.Rannsóknin beinist fyrst og fremst að skónum Að sögn Gríms beinist rannsókn lögreglu nú fyrst og fremst að skónum enda eru fáar aðrar vísbendingar til staðar. Er málið skoðað út frá öllum hliðum og meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi verið mögulega komið fyrir við höfnina. Þá er lögreglan jafnframt með það í forgangi að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu en eini samfélagsmiðillinn sem lögreglan hefur komist inn á er Facebook. Ökumaður rauðrar Kia Rio-bifreiðar, sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun, hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina en bíllinn ók niður Laugaveg og í raun framhjá Birnu um það leyti sem hún hverfur úr myndavélum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Í gærkvöldi kom póstur inn í hópinn Beauty Tips á Facebook þar sem stelpur á Tinder voru sérstaklega hvattar til að skipta um mynd af sér og setja í staðinn mynd af tilkynningu um að Birnu sé saknað. Má ætla að markmiðið sé ekki hvað síst að ná til útlendinga og ef til vill helst erlendra ferðamanna sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um ferðir Birnu aðfaranótt laugardags. Tinder er stefnumótaforrit sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Eitt af því sem er í forgangi hjá lögreglu við rannsókn málsins er að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu til að sjá hvort hún hafi verið í samskiptum við einhvern þar nóttina sem hún hvarf.Árangurslaus leit hingað til Skipulögð leit hófst að Birnu fyrir hádegi í gær og stóð linnulaust yfir fram undir morgun. Byrjað var að leita í miðbæ Reykjavíkur í 300 metra radíus út frá þeim stað þar sem Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Leitin var árangurslaus en eftir hádegi hófst leit við Flatahraun í Hafnarfirði þar sem sími Birnu sendi seinast frá sér merki áður en slökkt var honum rétt fyrir klukkan sex um morguninn. Sú leit færðist inn í Heiðmörk í gærkvöldi þar sem leitað var á svokallaðri flóttamannaleið milli Vífilsstaða og Kaldárselsvegar en á tólfta tímanum fundust skór áþekkir þeim sem Birna klæddist nóttina sem hún hvarf við Hafnarfjarðarhöfn. Þungamiðja leitarinnar færðist því þangað í nótt en bar ekki árangur. Áfram verður leitað í dag og er leit nýhafin við Hafnarfjarðarhöfn og Flatahraun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að skórnir sem fundust í gær séu í sömu skóstærð og Birna notar. Þá eru þeir jafnframt af sömu tegund og sama lit en enn á eftir að staðfesta að um hennar skó sé að ræða.Rannsóknin beinist fyrst og fremst að skónum Að sögn Gríms beinist rannsókn lögreglu nú fyrst og fremst að skónum enda eru fáar aðrar vísbendingar til staðar. Er málið skoðað út frá öllum hliðum og meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi verið mögulega komið fyrir við höfnina. Þá er lögreglan jafnframt með það í forgangi að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu en eini samfélagsmiðillinn sem lögreglan hefur komist inn á er Facebook. Ökumaður rauðrar Kia Rio-bifreiðar, sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun, hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina en bíllinn ók niður Laugaveg og í raun framhjá Birnu um það leyti sem hún hverfur úr myndavélum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47