Hugsun í höftum Þröstur Ólafsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi sem þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóðfélagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bændasamfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir, meðan leiguliðar og vinnufólk bjó við áhrifa- og valdaleysi. Þeir síðarnefndu sem ánauðugir í vistabandi. Persónulegt frelsi var framandi og mörgum ógnvekjandi. Þar sem við vorum hluti af danska ríkinu lutum við þeim viðskiptareglum sem þar giltu. Fyrra stríðið og kreppan mikla ýttu undir hugmyndir sem treystu flóknu haftakerfi fyrir velferð þjóðarinnar. Við komum á fót bæði inn- sem og útflutningshöftum. Á framleiðslu og sölu búvara voru sett ströng boð og bönn, þar sem hvers konar samkeppni var úthýst. Þetta fyrirkomulag lifir enn góðu lífi. Viðskipti með gjaldmiðla sem nothæfir voru erlendis voru í ströngum höftum. Verðlagshöft voru innanlands. Atvinnusvæðum innanlands var skipt upp eftir sveita- og bæjarmörkum. Á flestum sviðum samfélagsins ríkti hugsun takmarkana, boða, banna og hafta. Höftin linuð Eftir það umrót sem kom á íslenskt samfélag í seinna stríði og með langvarandi dvöl fjölmenns bandarísks hers var brugðist við efnahagserfiðleikum þess tíma með hertri haftastefnu. Meðan nágrannaþjóðir losuðu haftaskrúfur stríðstímans, tókum við að herða þær. Það var eins og sú hugsun væri nærtækust og okkur eðlislæg. Það var í reynd ekki fyrr en með inngöngunni í EFTA sem fer að örla fyrir opnara hugarfari hvað viðskipti snerti. Þar ruddi brautina Alþýðuflokkur Gylfa Þ. Inngangan átti mjög á brattann að sækja ekki hvað síst – en þó ekki bara – hjá stjórnmálaflokkum, sem í hugmyndavopnabúri sínu litu á lokað hagkerfi sem meginviðmiðun. Þeir töldu og telja enn að lokun sé árangursríkari aðgerð en opnun. Það er svo ekki fyrr en með samningnum um EES sem þjóðin horfir framan í og tekst á við opið fjölþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem grundvallast á frjálsri samkeppni á markaði með samræmdar reglur. Mikil andstaða var innanlands við þessa opnun. Hún var talin fela í sér upphaf glötunar fullveldis þjóðarinnar. Landráð lágu í loftinu. Fyrirfram gefnar niðurstöður Samningurinn um EES var fjarri því að vera fullkominn. Þar vantaði bæði skýrari ákvæði um fjármagnsflutninga og alþjóðlega bankastarfsemi; viðskiptasvið sem ekki knúðu dyra hérlendis þá. Stærsti annmarki samningsins var þó sá, að undanþiggja landbúnað og skylda starfsemi. Samtímis við EES-samninginn, var viðræðulota í Doha um lækkun innflutningstolla og linun hafta í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefði breytt miklu bæði fyrir neytendur og framleiðendur, ef tekið hefði verið skref í þá átt að opna fyrir samkeppni með iðnaðartengda framleiðslu s.s. alifugla og svín. Áframhaldandi innflutningsbann leiddi til stöðnunar í greinunum. Afleiðing þess veldur hærra verði og kallar sífellt á meiri opinbera styrki. Það eru dapurleg örlög íslensks landbúnaðar að lifa á ríkisframfæri. Jón Baldvin hafði gert það að skilyrði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar 1991 að EES-samningurinn yrði samþykktur. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það. Jafnframt þvertók flokkurinn fyrir nokkra opnun eða tilslökun, sem máli skipti í landbúnaðarviðræðunum í Doha. Trú flokksins á getu og lífseiglu íslensks landbúnaðar var ekki meiri en svo, að þeir gáfu sér það að óreyndu, að bæði iðnaðartengdur sem og hefðbundinn landbúnaður myndu líða undir lok, ef opnað yrði fyrir samkeppni. Þar skyldu höftin ríkja áfram. Þessi rótgróna trú á græðimögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niðurstöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnumótun, svo sem þegar fyrrverandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samningaviðræðunum við ESB. Ályktunarhæfni í álögum. Hræðslan er slæmur ráðgjafi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi sem þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóðfélagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bændasamfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir, meðan leiguliðar og vinnufólk bjó við áhrifa- og valdaleysi. Þeir síðarnefndu sem ánauðugir í vistabandi. Persónulegt frelsi var framandi og mörgum ógnvekjandi. Þar sem við vorum hluti af danska ríkinu lutum við þeim viðskiptareglum sem þar giltu. Fyrra stríðið og kreppan mikla ýttu undir hugmyndir sem treystu flóknu haftakerfi fyrir velferð þjóðarinnar. Við komum á fót bæði inn- sem og útflutningshöftum. Á framleiðslu og sölu búvara voru sett ströng boð og bönn, þar sem hvers konar samkeppni var úthýst. Þetta fyrirkomulag lifir enn góðu lífi. Viðskipti með gjaldmiðla sem nothæfir voru erlendis voru í ströngum höftum. Verðlagshöft voru innanlands. Atvinnusvæðum innanlands var skipt upp eftir sveita- og bæjarmörkum. Á flestum sviðum samfélagsins ríkti hugsun takmarkana, boða, banna og hafta. Höftin linuð Eftir það umrót sem kom á íslenskt samfélag í seinna stríði og með langvarandi dvöl fjölmenns bandarísks hers var brugðist við efnahagserfiðleikum þess tíma með hertri haftastefnu. Meðan nágrannaþjóðir losuðu haftaskrúfur stríðstímans, tókum við að herða þær. Það var eins og sú hugsun væri nærtækust og okkur eðlislæg. Það var í reynd ekki fyrr en með inngöngunni í EFTA sem fer að örla fyrir opnara hugarfari hvað viðskipti snerti. Þar ruddi brautina Alþýðuflokkur Gylfa Þ. Inngangan átti mjög á brattann að sækja ekki hvað síst – en þó ekki bara – hjá stjórnmálaflokkum, sem í hugmyndavopnabúri sínu litu á lokað hagkerfi sem meginviðmiðun. Þeir töldu og telja enn að lokun sé árangursríkari aðgerð en opnun. Það er svo ekki fyrr en með samningnum um EES sem þjóðin horfir framan í og tekst á við opið fjölþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem grundvallast á frjálsri samkeppni á markaði með samræmdar reglur. Mikil andstaða var innanlands við þessa opnun. Hún var talin fela í sér upphaf glötunar fullveldis þjóðarinnar. Landráð lágu í loftinu. Fyrirfram gefnar niðurstöður Samningurinn um EES var fjarri því að vera fullkominn. Þar vantaði bæði skýrari ákvæði um fjármagnsflutninga og alþjóðlega bankastarfsemi; viðskiptasvið sem ekki knúðu dyra hérlendis þá. Stærsti annmarki samningsins var þó sá, að undanþiggja landbúnað og skylda starfsemi. Samtímis við EES-samninginn, var viðræðulota í Doha um lækkun innflutningstolla og linun hafta í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefði breytt miklu bæði fyrir neytendur og framleiðendur, ef tekið hefði verið skref í þá átt að opna fyrir samkeppni með iðnaðartengda framleiðslu s.s. alifugla og svín. Áframhaldandi innflutningsbann leiddi til stöðnunar í greinunum. Afleiðing þess veldur hærra verði og kallar sífellt á meiri opinbera styrki. Það eru dapurleg örlög íslensks landbúnaðar að lifa á ríkisframfæri. Jón Baldvin hafði gert það að skilyrði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar 1991 að EES-samningurinn yrði samþykktur. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það. Jafnframt þvertók flokkurinn fyrir nokkra opnun eða tilslökun, sem máli skipti í landbúnaðarviðræðunum í Doha. Trú flokksins á getu og lífseiglu íslensks landbúnaðar var ekki meiri en svo, að þeir gáfu sér það að óreyndu, að bæði iðnaðartengdur sem og hefðbundinn landbúnaður myndu líða undir lok, ef opnað yrði fyrir samkeppni. Þar skyldu höftin ríkja áfram. Þessi rótgróna trú á græðimögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niðurstöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnumótun, svo sem þegar fyrrverandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samningaviðræðunum við ESB. Ályktunarhæfni í álögum. Hræðslan er slæmur ráðgjafi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun