Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2017 18:10 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Lögreglan óskaði í morgun eftir og fékk lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en togarinn lét úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld. Skór sem lögregla segir að Birna hafi verið í nóttina sem hún hvarf fundust við höfnina í gærkvöldi, skammt frá þar sem togarinn var í höfn. Fyrr í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio-bifreið í Hlíðasmára í Kópavogi. Starfsmaður fyrirtækis í götunni hafði tekið bílinn á leigu í gær en var ekki með hann til umráða um helgina.Rauður Kia Rio-bíll sást við Hafnarfjarðarhöfn Samkvæmt heimildum Vísis voru Grænlendingar með bílinn á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf en rauður Kia Rio-bíll sást í eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan sex og hálfsjö á laugardagsmorgun. Skömmu áður, eða klukkan 5:50, kemur sími Birnu inn á símamastur við Flatahraun í Hafnarfirði en svo er slökkt á símanum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vill ekki staðfesta að þeir sem hafi verið með rauða Kio Rio-bílinn á leigu sem lögregla lagði hald á í dag séu áhafnarmeðlimir Polar Nanoq. Hann sagði að lögreglu hefðu borist töluvert af upplýsingum sem væri verið að vinna úr og að rannsóknin væri á viðkvæmu stigi.Bíl ekið flóttalega í burtu Fyrr í dag var greint frá því að lögregla rannsaki myndskeið úr eftirlitsmyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Myndskeiðið er frá því á laugardagsmorgun klukkan 5:53 en á því sést rauður bíll, afar líkur þeim sem lögreglan hefur lýst eftir og birtir myndir af úr eftirlitsmyndavélum á Laugavegi. Á myndskeiðinu sést hvernig bílnum er skyndilega ekið í burtu þegar ljós kviknar á eftirlitsmyndavél. Grímur lagði áherslu á það í samtali við Vísi að lögreglan viti ekki hvort að bíllinn sem hún lagði hald á í dag sé sami bíll og var á Laugavegi nóttina sem Birna hvarf. Þá sagði hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enginn væri grunaður í málinu, enginn yfirheyrður eða lýst eftir neinum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Lögreglan hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél í Garðabæ klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. 17. janúar 2017 16:00 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Lögreglan óskaði í morgun eftir og fékk lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en togarinn lét úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld. Skór sem lögregla segir að Birna hafi verið í nóttina sem hún hvarf fundust við höfnina í gærkvöldi, skammt frá þar sem togarinn var í höfn. Fyrr í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio-bifreið í Hlíðasmára í Kópavogi. Starfsmaður fyrirtækis í götunni hafði tekið bílinn á leigu í gær en var ekki með hann til umráða um helgina.Rauður Kia Rio-bíll sást við Hafnarfjarðarhöfn Samkvæmt heimildum Vísis voru Grænlendingar með bílinn á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf en rauður Kia Rio-bíll sást í eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan sex og hálfsjö á laugardagsmorgun. Skömmu áður, eða klukkan 5:50, kemur sími Birnu inn á símamastur við Flatahraun í Hafnarfirði en svo er slökkt á símanum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vill ekki staðfesta að þeir sem hafi verið með rauða Kio Rio-bílinn á leigu sem lögregla lagði hald á í dag séu áhafnarmeðlimir Polar Nanoq. Hann sagði að lögreglu hefðu borist töluvert af upplýsingum sem væri verið að vinna úr og að rannsóknin væri á viðkvæmu stigi.Bíl ekið flóttalega í burtu Fyrr í dag var greint frá því að lögregla rannsaki myndskeið úr eftirlitsmyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Myndskeiðið er frá því á laugardagsmorgun klukkan 5:53 en á því sést rauður bíll, afar líkur þeim sem lögreglan hefur lýst eftir og birtir myndir af úr eftirlitsmyndavélum á Laugavegi. Á myndskeiðinu sést hvernig bílnum er skyndilega ekið í burtu þegar ljós kviknar á eftirlitsmyndavél. Grímur lagði áherslu á það í samtali við Vísi að lögreglan viti ekki hvort að bíllinn sem hún lagði hald á í dag sé sami bíll og var á Laugavegi nóttina sem Birna hvarf. Þá sagði hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enginn væri grunaður í málinu, enginn yfirheyrður eða lýst eftir neinum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Lögreglan hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél í Garðabæ klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. 17. janúar 2017 16:00 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Lögreglan hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél í Garðabæ klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. 17. janúar 2017 16:00
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12