Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig leit verður skipulögð að Birnu Brjánsdóttur á næstu dögum.
Lárus segir að engar frekari vísbendingar hafi fundist í dag og því sé verið að senda hópa heim eftir daginn þar sem áherslan sé á að björgunarsveitarfólk hvílist. ÞVí verði ekkert leitað í nótt, nema frekari vísbendingar komi í ljós.
Spurður hvernig leit næstu daga verður skipulögð segir Lárus að ekkert hafi verið skipulagt enn, en að það verði gert í samráði við lögreglu. Hann sér fyrir sér að ákvörðun um það verði tekin á næstu tveimur klukkutímum.