Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 00:17 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Enginn úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið handtekinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að enginn hafi verið yfirheyrður við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur með réttarstöðu grunaðs manns, þar með taldi skipverjar Polar Nanoq. Að öðru leyti vildi Grímur ekkert tjá sig frekar um málið. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Polar Nanoq hefði verið snúið við til Íslands vegna rannsóknar á hvarfi Birnu en reiknað er með því að togarinn komi til Íslands seinni part dags á morgun eða annað kvöld.Ítarlega verður fjallað um hvarf Birnu í Fréttablaðinu á morgun. Þar verður meðal annars varpað ljósi á upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn að morgni laugardags, morguninn sem Birna hvarf.Einn úr áhöfn Nanoq Polar var með rauða Kia Rio-bíl á leigu, sem lögreglan lagði hald á í dag, aðfaranótt laugardags þegar Birna hvarf. Lögreglan óskaði í dag eftir aðstoð danska herskipsins Tríton vegna rannsóknarinnar. Tríton var fyrir á ferð við Ísland þegar beiðni um aðstoð barst. Upplýsingafulltrúi danska hersins, Erik Boettger, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni um aðstoð hefði borist frá íslensku lögreglunni síðdegis í dag. Hann gat þó ekki tjáð sig frekar um málið, sagði það á ábyrgð íslensku lögreglunnar og að hún yrði að svara fyrir það. Sem fyrr hefur lögreglan á Íslandi neitað að tjá sig um rannsóknina og aðgerðir lögreglu sem standa yfir.Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði fyrr í kvöld lagt af stað með sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra innanborðs út á haf í átt að skipi. Grímur vildi ekki staðfesta það í samtali við RÚV. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, hefur ekki viljað tjá sig neitt um verkefni Landhelgisgæslunnar í kvöld. Þyrla gæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan átta í kvöld. Fjórir stigu úr þyrlunni við lendingu, allt starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Vísir hefur engar upplýsingar um hvaða verkefni þyrlan var að sinna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Enginn úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið handtekinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að enginn hafi verið yfirheyrður við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur með réttarstöðu grunaðs manns, þar með taldi skipverjar Polar Nanoq. Að öðru leyti vildi Grímur ekkert tjá sig frekar um málið. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Polar Nanoq hefði verið snúið við til Íslands vegna rannsóknar á hvarfi Birnu en reiknað er með því að togarinn komi til Íslands seinni part dags á morgun eða annað kvöld.Ítarlega verður fjallað um hvarf Birnu í Fréttablaðinu á morgun. Þar verður meðal annars varpað ljósi á upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn að morgni laugardags, morguninn sem Birna hvarf.Einn úr áhöfn Nanoq Polar var með rauða Kia Rio-bíl á leigu, sem lögreglan lagði hald á í dag, aðfaranótt laugardags þegar Birna hvarf. Lögreglan óskaði í dag eftir aðstoð danska herskipsins Tríton vegna rannsóknarinnar. Tríton var fyrir á ferð við Ísland þegar beiðni um aðstoð barst. Upplýsingafulltrúi danska hersins, Erik Boettger, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni um aðstoð hefði borist frá íslensku lögreglunni síðdegis í dag. Hann gat þó ekki tjáð sig frekar um málið, sagði það á ábyrgð íslensku lögreglunnar og að hún yrði að svara fyrir það. Sem fyrr hefur lögreglan á Íslandi neitað að tjá sig um rannsóknina og aðgerðir lögreglu sem standa yfir.Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði fyrr í kvöld lagt af stað með sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra innanborðs út á haf í átt að skipi. Grímur vildi ekki staðfesta það í samtali við RÚV. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, hefur ekki viljað tjá sig neitt um verkefni Landhelgisgæslunnar í kvöld. Þyrla gæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan átta í kvöld. Fjórir stigu úr þyrlunni við lendingu, allt starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Vísir hefur engar upplýsingar um hvaða verkefni þyrlan var að sinna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10
Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10
Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36