Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 00:17 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Enginn úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið handtekinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að enginn hafi verið yfirheyrður við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur með réttarstöðu grunaðs manns, þar með taldi skipverjar Polar Nanoq. Að öðru leyti vildi Grímur ekkert tjá sig frekar um málið. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Polar Nanoq hefði verið snúið við til Íslands vegna rannsóknar á hvarfi Birnu en reiknað er með því að togarinn komi til Íslands seinni part dags á morgun eða annað kvöld.Ítarlega verður fjallað um hvarf Birnu í Fréttablaðinu á morgun. Þar verður meðal annars varpað ljósi á upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn að morgni laugardags, morguninn sem Birna hvarf.Einn úr áhöfn Nanoq Polar var með rauða Kia Rio-bíl á leigu, sem lögreglan lagði hald á í dag, aðfaranótt laugardags þegar Birna hvarf. Lögreglan óskaði í dag eftir aðstoð danska herskipsins Tríton vegna rannsóknarinnar. Tríton var fyrir á ferð við Ísland þegar beiðni um aðstoð barst. Upplýsingafulltrúi danska hersins, Erik Boettger, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni um aðstoð hefði borist frá íslensku lögreglunni síðdegis í dag. Hann gat þó ekki tjáð sig frekar um málið, sagði það á ábyrgð íslensku lögreglunnar og að hún yrði að svara fyrir það. Sem fyrr hefur lögreglan á Íslandi neitað að tjá sig um rannsóknina og aðgerðir lögreglu sem standa yfir.Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði fyrr í kvöld lagt af stað með sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra innanborðs út á haf í átt að skipi. Grímur vildi ekki staðfesta það í samtali við RÚV. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, hefur ekki viljað tjá sig neitt um verkefni Landhelgisgæslunnar í kvöld. Þyrla gæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan átta í kvöld. Fjórir stigu úr þyrlunni við lendingu, allt starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Vísir hefur engar upplýsingar um hvaða verkefni þyrlan var að sinna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Enginn úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið handtekinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að enginn hafi verið yfirheyrður við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur með réttarstöðu grunaðs manns, þar með taldi skipverjar Polar Nanoq. Að öðru leyti vildi Grímur ekkert tjá sig frekar um málið. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Polar Nanoq hefði verið snúið við til Íslands vegna rannsóknar á hvarfi Birnu en reiknað er með því að togarinn komi til Íslands seinni part dags á morgun eða annað kvöld.Ítarlega verður fjallað um hvarf Birnu í Fréttablaðinu á morgun. Þar verður meðal annars varpað ljósi á upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn að morgni laugardags, morguninn sem Birna hvarf.Einn úr áhöfn Nanoq Polar var með rauða Kia Rio-bíl á leigu, sem lögreglan lagði hald á í dag, aðfaranótt laugardags þegar Birna hvarf. Lögreglan óskaði í dag eftir aðstoð danska herskipsins Tríton vegna rannsóknarinnar. Tríton var fyrir á ferð við Ísland þegar beiðni um aðstoð barst. Upplýsingafulltrúi danska hersins, Erik Boettger, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni um aðstoð hefði borist frá íslensku lögreglunni síðdegis í dag. Hann gat þó ekki tjáð sig frekar um málið, sagði það á ábyrgð íslensku lögreglunnar og að hún yrði að svara fyrir það. Sem fyrr hefur lögreglan á Íslandi neitað að tjá sig um rannsóknina og aðgerðir lögreglu sem standa yfir.Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði fyrr í kvöld lagt af stað með sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra innanborðs út á haf í átt að skipi. Grímur vildi ekki staðfesta það í samtali við RÚV. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, hefur ekki viljað tjá sig neitt um verkefni Landhelgisgæslunnar í kvöld. Þyrla gæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan átta í kvöld. Fjórir stigu úr þyrlunni við lendingu, allt starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Vísir hefur engar upplýsingar um hvaða verkefni þyrlan var að sinna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10
Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10
Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36