Ekki leitað í dag nema nýjar vísbendingar berist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2017 08:33 Björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði umhverfis Hafnarfjarðarhöfn í gær. Vísir/Vilhelm Ekki verður leitað að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri konu sem saknað hefur verið frá því á laugardag, nema frekari vísbendingar berist. Svæðið umhverfis Hafnarfjarðarhöfn og víðar var fínkembt í gær, að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það var tekin ákvörðun um það að við yrðum í viðbragðsstöðu og ef það koma upp nýjar vísbendingar þá förum við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Umfangsmikil leit var í Hafnarfirði í gær þar sem skór Birnu fundust. Jafnframt var unnið út frá farsímagögnum sem benda til þess að Birna hafi verið í Hafnarfirði og meðal annars leitað við Urriðaholt og Flatahraun. Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu leituðu hennar, og var notast við tvo dróna, tvær þyrlur, kafara, kafbát og hunda. „Aðgerðarstjórn okkar og lögregla eru í sambandi og vinna saman og meta stöðuna hverju sinni út frá þeim vísbendingum sem koma,“ segir Þorsteinn. Lögregla óskaði eftir því í gær að grænlenski togarinn Polar Nanok, sem hélt frá Hafnarfirði á laugardagskvöld, kæmi aftur til hafnar hér á landi. Það var gert þar sem einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögregla hafði lýst eftir ökumanni rauðrar Kia Rio bifreiðar í tengslum við málið. Togarinn er að óbreyttu væntanlegur til Hafnarfjarðar í kvöld. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð sé með réttarstöðu grunaðs manns. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Ekki verður leitað að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri konu sem saknað hefur verið frá því á laugardag, nema frekari vísbendingar berist. Svæðið umhverfis Hafnarfjarðarhöfn og víðar var fínkembt í gær, að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það var tekin ákvörðun um það að við yrðum í viðbragðsstöðu og ef það koma upp nýjar vísbendingar þá förum við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Umfangsmikil leit var í Hafnarfirði í gær þar sem skór Birnu fundust. Jafnframt var unnið út frá farsímagögnum sem benda til þess að Birna hafi verið í Hafnarfirði og meðal annars leitað við Urriðaholt og Flatahraun. Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu leituðu hennar, og var notast við tvo dróna, tvær þyrlur, kafara, kafbát og hunda. „Aðgerðarstjórn okkar og lögregla eru í sambandi og vinna saman og meta stöðuna hverju sinni út frá þeim vísbendingum sem koma,“ segir Þorsteinn. Lögregla óskaði eftir því í gær að grænlenski togarinn Polar Nanok, sem hélt frá Hafnarfirði á laugardagskvöld, kæmi aftur til hafnar hér á landi. Það var gert þar sem einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögregla hafði lýst eftir ökumanni rauðrar Kia Rio bifreiðar í tengslum við málið. Togarinn er að óbreyttu væntanlegur til Hafnarfjarðar í kvöld. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð sé með réttarstöðu grunaðs manns.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira