Steinunn Ólína harmar ranga frétt um handtökur um borð í Polar Nanoq Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2017 13:00 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, viðurkennir að hún hafi hlaupið á sig með því að birta frétt á veg Kvennablaðsins þar sem fullyrt var að búið væri að handtaka tvo skipverja togarans Polar Nanoq.Í frétt sem birtist í gærkvöldi hafði Kvennablaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ að sérsveitin lögreglunnar hafi farið um borð í togaranum sem er á siglingu vestur af Íslandi. Þar hafi tveir skipverjar verið handteknir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Fréttin var uppfærð síðar um kvöldið eftir að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að enginn hafi verið handtekinn um borð í togaranum né hafi einhver um borð réttarstöðu grunaðra.Í yfirlýsingu frá Steinunni Ólínu segir að hún harmi mistökin sem gerð hafi verið í gær. „Kvennablaðið hefur engra hagsmuna að gæta af því að flytja rangar eða tilhæfulausar fréttir um málið enda er þetta eina fréttin sem Kvennablaðið hefur birt um málið og ég harma þessi mistök í fyrirsögn okkar í gær,“ segir í yfirlýsingunni.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins.Vísir/AntonStendur við fullyrðingar um að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimiÍ frétt Kvennablaðsins sem um ræðir var einnig fullyrt að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimi togarans kvöldið sem hún hvarf. Í yfirlýsingunni Steinunnar Ólínu kemur fram að Kvennablaðið standi við þessa fullyrðingu og telur hún að heimildir Kvennablaðsins sé traustar. Steinunn Ólína muni hins vegar standa og falla með því. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur rannsókn á hvarfi Birnu meðal annars beinst að því hvort að einhverjar vísbendingar megi finna með því að skoða samfélagsmiðlanotkun Birnu. Skoðun á þeim hefur hins vegar ekki leitt neitt í ljós sem hægt sé að byggja á við rannsókn málsins. Polar Nanoq stefnir nú til Ísland og er reiknað með að skipið leggist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag tóku forsvarsmenn útgerðarinnar ákvörðun um að snúa skipinu við á leið frá Íslandi eftir að greint var frá því að frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað að frá því á mánudag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, viðurkennir að hún hafi hlaupið á sig með því að birta frétt á veg Kvennablaðsins þar sem fullyrt var að búið væri að handtaka tvo skipverja togarans Polar Nanoq.Í frétt sem birtist í gærkvöldi hafði Kvennablaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ að sérsveitin lögreglunnar hafi farið um borð í togaranum sem er á siglingu vestur af Íslandi. Þar hafi tveir skipverjar verið handteknir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Fréttin var uppfærð síðar um kvöldið eftir að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að enginn hafi verið handtekinn um borð í togaranum né hafi einhver um borð réttarstöðu grunaðra.Í yfirlýsingu frá Steinunni Ólínu segir að hún harmi mistökin sem gerð hafi verið í gær. „Kvennablaðið hefur engra hagsmuna að gæta af því að flytja rangar eða tilhæfulausar fréttir um málið enda er þetta eina fréttin sem Kvennablaðið hefur birt um málið og ég harma þessi mistök í fyrirsögn okkar í gær,“ segir í yfirlýsingunni.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins.Vísir/AntonStendur við fullyrðingar um að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimiÍ frétt Kvennablaðsins sem um ræðir var einnig fullyrt að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimi togarans kvöldið sem hún hvarf. Í yfirlýsingunni Steinunnar Ólínu kemur fram að Kvennablaðið standi við þessa fullyrðingu og telur hún að heimildir Kvennablaðsins sé traustar. Steinunn Ólína muni hins vegar standa og falla með því. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur rannsókn á hvarfi Birnu meðal annars beinst að því hvort að einhverjar vísbendingar megi finna með því að skoða samfélagsmiðlanotkun Birnu. Skoðun á þeim hefur hins vegar ekki leitt neitt í ljós sem hægt sé að byggja á við rannsókn málsins. Polar Nanoq stefnir nú til Ísland og er reiknað með að skipið leggist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag tóku forsvarsmenn útgerðarinnar ákvörðun um að snúa skipinu við á leið frá Íslandi eftir að greint var frá því að frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað að frá því á mánudag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25