Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 13:30 Þór/KA hefur verið í fremstu röð síðustu ár og varð Íslandsmeistari árið 2012. Vísir/Anton Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira
Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn