Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 13:30 Þór/KA hefur verið í fremstu röð síðustu ár og varð Íslandsmeistari árið 2012. Vísir/Anton Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01