Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 09:43 Frá Hverfisgötu eftir miðnætti í nótt þegar skipverjarnir þrír komu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Ernir Skipverjarnir þrír sem handteknir voru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt. Yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. Unnsteinn Elvarsson, verjandi eins skipverja, var staddur yfirheyrslu yfir einum mannanna í nótt. Hann staðfestir það í samtali við Vísi. Unnsteinn segist ekki geta tjáð sig um það sem fram fór. Lögreglan verði að svara spurningum blaðamanna hvað það varðar. Óeðlilegt sé að reka málið í fjölmiðlum. Fram kemur á RÚV að yfirheyrslurnar fóru fram á dönsku og ensku en mennirnir þrír, sem grunaðir erum um að hafa upplýsingar er varða hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, eru Grænlendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var túlkur bókaður í gærdag þegar búið var að handtaka fyrri mennina tvo. Túlkur var svo viðstaddur yfirheyrslurnar í nótt. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði togarans í Hafnarfjarðarhöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þaðan voru þeir fluttir á Hverfisgötuna þar sem yfirheyrslur hófust. Björgunarsveitarmenn leituðu fram á nótt, bæði við Hafnarfjarðarhöfn og á Strandaheiði. Rannsakað sem sakamál Hvarfið á Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Á þessum tímapunkti eru mennirnir þrír þó aðeins grunaðir um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu að því er fram hefur komið í máli Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókn málsins. Athygli hefur vakið að snjór fannst undir skóm Birnu þegar þeir fundust við Hafnarfjarðarhöfn á mánudagskvöldið, tæpum þremur sólarhringum eftir að Birna sást síðast, á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. „Við fengum upplýsingar um það frá þeim mönnum sem fundu skóna að þegar þeir komu að þeim að þá voru þeir þaktir snjó þannig að það virðist nú bara hafa verið þannig að það hafi snjóað að þeim, skafið að þeim með þeim hætti að svona hafi snjórinn endað á skónum. Þannig að við höfum ekki verið að leggja neina áherslu á það að þeim hafi verið komið fyrir þarna með öðrum hætti. Hins vegar er alveg ljóst og það er alveg til skoðunar að Birna hafi ekki farið úr skónum þarna heldur að þeim hafi verið komið þarna fyrir,“ sagði Grímur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Mögulega reynt að villa fyrir lögreglu Það gæti hafa verið gert til að villa um fyrir lögreglu, án þess að það sé vitað. Vel sé mögulegt að aðrir en þeir sem handteknir hafa verið eigi aðild að málinu. Þótt snjór hefði fundist á skónum tveimur sólarhringum eftir að Polar Nanoq lagði úr höfn sé vel mögulegt að skónum hafi verið komið fyrir áður en skipið lagði úr höfn seinni part laugardags. „Ég ítreka það að það er alveg opið, aðild einhverra sem voru ekki í skipinu. Það var hins vegar alveg mögulegt að koma fyrir skóm áður en skipið fór.“ Að neðan má sjá myndskeið frá því eftir miðnætti í gærkvöldi þegar mennirnir voru færðir til yfirheyrslu við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34 Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Skipverjarnir þrír sem handteknir voru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt. Yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. Unnsteinn Elvarsson, verjandi eins skipverja, var staddur yfirheyrslu yfir einum mannanna í nótt. Hann staðfestir það í samtali við Vísi. Unnsteinn segist ekki geta tjáð sig um það sem fram fór. Lögreglan verði að svara spurningum blaðamanna hvað það varðar. Óeðlilegt sé að reka málið í fjölmiðlum. Fram kemur á RÚV að yfirheyrslurnar fóru fram á dönsku og ensku en mennirnir þrír, sem grunaðir erum um að hafa upplýsingar er varða hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, eru Grænlendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var túlkur bókaður í gærdag þegar búið var að handtaka fyrri mennina tvo. Túlkur var svo viðstaddur yfirheyrslurnar í nótt. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði togarans í Hafnarfjarðarhöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þaðan voru þeir fluttir á Hverfisgötuna þar sem yfirheyrslur hófust. Björgunarsveitarmenn leituðu fram á nótt, bæði við Hafnarfjarðarhöfn og á Strandaheiði. Rannsakað sem sakamál Hvarfið á Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Á þessum tímapunkti eru mennirnir þrír þó aðeins grunaðir um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu að því er fram hefur komið í máli Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókn málsins. Athygli hefur vakið að snjór fannst undir skóm Birnu þegar þeir fundust við Hafnarfjarðarhöfn á mánudagskvöldið, tæpum þremur sólarhringum eftir að Birna sást síðast, á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. „Við fengum upplýsingar um það frá þeim mönnum sem fundu skóna að þegar þeir komu að þeim að þá voru þeir þaktir snjó þannig að það virðist nú bara hafa verið þannig að það hafi snjóað að þeim, skafið að þeim með þeim hætti að svona hafi snjórinn endað á skónum. Þannig að við höfum ekki verið að leggja neina áherslu á það að þeim hafi verið komið fyrir þarna með öðrum hætti. Hins vegar er alveg ljóst og það er alveg til skoðunar að Birna hafi ekki farið úr skónum þarna heldur að þeim hafi verið komið þarna fyrir,“ sagði Grímur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Mögulega reynt að villa fyrir lögreglu Það gæti hafa verið gert til að villa um fyrir lögreglu, án þess að það sé vitað. Vel sé mögulegt að aðrir en þeir sem handteknir hafa verið eigi aðild að málinu. Þótt snjór hefði fundist á skónum tveimur sólarhringum eftir að Polar Nanoq lagði úr höfn sé vel mögulegt að skónum hafi verið komið fyrir áður en skipið lagði úr höfn seinni part laugardags. „Ég ítreka það að það er alveg opið, aðild einhverra sem voru ekki í skipinu. Það var hins vegar alveg mögulegt að koma fyrir skóm áður en skipið fór.“ Að neðan má sjá myndskeið frá því eftir miðnætti í gærkvöldi þegar mennirnir voru færðir til yfirheyrslu við lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34 Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34
Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57