„Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 20:35 Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr. Loftmyndir Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira