Landbúnaður á villigötum Þröstur Ólafsson skrifar 4. janúar 2017 07:00 Aldrei fór það svo, að stjórnkerfi landbúnaðarins megnaði ekki að koma mér á óvart, hélt þó að sá brunnur væri þurrausinn. Slíkur hefur fjárausturinn verið; svo mögnuð hefur umframframleiðslan orðið; jafn læstu hefur kerfinu verið haldið og því staurblint á afkomu almennings. Viðskiptaleg einokun og einangrun íslenskrar matvælaframleiðslu er slík að frekar illa þokkuð iðnaðarframleiðsla á eggjum og kjúklingum er hér seld á uppsprengdu verði. Öll atvinnustarfsemi þarfnast samkeppni ef hún á að þroskast, einnig landbúnaður, enda ber íslenskur landbúnaður stöðnuninni og ofdekri vitni. Allt þetta hefur verið þekkt og þolað. Jafnvel sú fáránlega þversögn hefur verið gjaldgeng, að jafn erfitt landbúnaðarland sem Ísland er, sem býður eigin þegnum dýrustu matvæli, geti með hinni hendinni flutt út matvæli á ódýra samkeppnismarkaði. Íslendingum er ekki bara skylt að borða dýrasta matinn, heldur eru þeir skyldaðir til að borga að auki lambakjöt ofan í velmegandi útlendinga. Það verður ekki annað sagt en þeir sem þessu stjórna séu örlátir, a.m.k. á annarra fé. Ósjálfráð meðvirkni Það sem kom á óvart var ósjálfráð meðvirkni ríkisstjórnarinnar þegar hún, skömmu fyrir jólin, lagði til að auka fé til erlendrar markaðssetningar á landbúnaðarvörum, einkum lambakjöti. Þar á bæ eru menn svo næmir fyrir kenjum og offrekju kerfisins, að óþarfi er að biðja um viðbótarfé, það kemur af sjálfu sér. Það kannaðist nefnilega enginn við að hafa beðið um þessar 100 m.kr. Markaðsnefndin segist ekki hafa beðið um þetta. Skyldu það hafa verið pólitísku bændahöfðingjarnir á Alþingi? Á meðan forstjóri Landspítalans talar um neyðarástand; meðan ekki má manna lögregluna nægilega; meðan vegakerfið er víða í lamasessi; meðan heilsugæslan er á horriminni; meðan hluti aldraðra lifir við sultarkjör – þá er fé ausið í tilgangslausan útflutning á lambakjöti. Einu rökin voru að verð á lambakjöti mætti ekki lækka hér heima, bara erlendis! Það er göfug gjafmildi. Þessi pólitísku heljartök sem landbúnaðurinn hefur á löggjafanum eru afkvæmi tærandi dreifbýlishyggju og misvægis atkvæða, sem er smánarblettur á íslensku lýðræði. Þó ný ríkisstjórn kæmi engu öðru í verk en jafna atkvæðavægið, þá væri það umtalsverður áfangi. Jöfnun gildis atkvæða er grundvallarréttlætismál og jafnframt forsenda þess, að skynsemin (brjóstvitið) öðlist eðlilegan sess við úrlausn mála á Alþingi. Óráðsía offramleiðslunnar Svo er það þessi hvimleiða regla um framboð og eftirspurn. Ríkisstýrð hagkerfi eða framleiðslugreinar hafa tilhneigingu til að líta fram hjá henni. Hún bankar þó upp á að lokum. Hér halda menn áfram offramleiðslu og hvetja til aukningar með þá glapræðistálsýn að leiðarljósi, að nú fari erlendir markaðir að opnast. Hvað skyldi vera búið að eyða mörgum milljörðum í sjálfsblekkjandi markaðsaðgerðir vestan hafs sl. hálfa öld? Það brást. Nú er einblínt á Kína, því ekki má undir neinum kringumstæðum draga úr framleiðslunni. Hér heima er öllum ráðum beitt til að þrengja svo kosti íslenskra neytenda að fram hjá lambakjötinu sé torleiði. Hvað skyldi ráða því að bændaforystan hafi valið þráláta offramleiðslu sem meginreglu við stýringu á framboði lambakjöts, og komist upp með það? Ekki er það eftirtekjan, hvað þá umhyggjan fyrir afkomu bænda. Hún er og verður rýr þrátt fyrir fjárausturinn af almannafé. Launhelgi þjóðarinnar á sauðkindinni hjálpar þar eflaust til. Til eru þó aðrar árangursríkar leiðir. Í framhaldi af setningu aflamarksreglu í sjávarútvegi og lögfestingu kvótakerfisins (1985), var gerð tilraun með að kvótasetja landbúnaðarframleiðsluna. Hugmyndin var sú að aðlaga framleiðsluna að heimamarkaði. Þetta var skynsamleg nálgun sem smám saman hefði bætt afkomu búanna um leið og þeim hefði fækkað, sbr. þróunina í sjávarútvegi. Samdráttur er nefnilega árangursríkasta aðferðin við að draga úr offramleiðslu. Þessi tilraun fékk ekki að þróast. Bændaforystan gafst fljótlega upp á leið skynseminnar en valdi slóð óráðsíunnar. Hún var studd af stjórnmálaflokkum sem studdu og styrktust af misvægi atkvæða. Vituð þér enn, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Aldrei fór það svo, að stjórnkerfi landbúnaðarins megnaði ekki að koma mér á óvart, hélt þó að sá brunnur væri þurrausinn. Slíkur hefur fjárausturinn verið; svo mögnuð hefur umframframleiðslan orðið; jafn læstu hefur kerfinu verið haldið og því staurblint á afkomu almennings. Viðskiptaleg einokun og einangrun íslenskrar matvælaframleiðslu er slík að frekar illa þokkuð iðnaðarframleiðsla á eggjum og kjúklingum er hér seld á uppsprengdu verði. Öll atvinnustarfsemi þarfnast samkeppni ef hún á að þroskast, einnig landbúnaður, enda ber íslenskur landbúnaður stöðnuninni og ofdekri vitni. Allt þetta hefur verið þekkt og þolað. Jafnvel sú fáránlega þversögn hefur verið gjaldgeng, að jafn erfitt landbúnaðarland sem Ísland er, sem býður eigin þegnum dýrustu matvæli, geti með hinni hendinni flutt út matvæli á ódýra samkeppnismarkaði. Íslendingum er ekki bara skylt að borða dýrasta matinn, heldur eru þeir skyldaðir til að borga að auki lambakjöt ofan í velmegandi útlendinga. Það verður ekki annað sagt en þeir sem þessu stjórna séu örlátir, a.m.k. á annarra fé. Ósjálfráð meðvirkni Það sem kom á óvart var ósjálfráð meðvirkni ríkisstjórnarinnar þegar hún, skömmu fyrir jólin, lagði til að auka fé til erlendrar markaðssetningar á landbúnaðarvörum, einkum lambakjöti. Þar á bæ eru menn svo næmir fyrir kenjum og offrekju kerfisins, að óþarfi er að biðja um viðbótarfé, það kemur af sjálfu sér. Það kannaðist nefnilega enginn við að hafa beðið um þessar 100 m.kr. Markaðsnefndin segist ekki hafa beðið um þetta. Skyldu það hafa verið pólitísku bændahöfðingjarnir á Alþingi? Á meðan forstjóri Landspítalans talar um neyðarástand; meðan ekki má manna lögregluna nægilega; meðan vegakerfið er víða í lamasessi; meðan heilsugæslan er á horriminni; meðan hluti aldraðra lifir við sultarkjör – þá er fé ausið í tilgangslausan útflutning á lambakjöti. Einu rökin voru að verð á lambakjöti mætti ekki lækka hér heima, bara erlendis! Það er göfug gjafmildi. Þessi pólitísku heljartök sem landbúnaðurinn hefur á löggjafanum eru afkvæmi tærandi dreifbýlishyggju og misvægis atkvæða, sem er smánarblettur á íslensku lýðræði. Þó ný ríkisstjórn kæmi engu öðru í verk en jafna atkvæðavægið, þá væri það umtalsverður áfangi. Jöfnun gildis atkvæða er grundvallarréttlætismál og jafnframt forsenda þess, að skynsemin (brjóstvitið) öðlist eðlilegan sess við úrlausn mála á Alþingi. Óráðsía offramleiðslunnar Svo er það þessi hvimleiða regla um framboð og eftirspurn. Ríkisstýrð hagkerfi eða framleiðslugreinar hafa tilhneigingu til að líta fram hjá henni. Hún bankar þó upp á að lokum. Hér halda menn áfram offramleiðslu og hvetja til aukningar með þá glapræðistálsýn að leiðarljósi, að nú fari erlendir markaðir að opnast. Hvað skyldi vera búið að eyða mörgum milljörðum í sjálfsblekkjandi markaðsaðgerðir vestan hafs sl. hálfa öld? Það brást. Nú er einblínt á Kína, því ekki má undir neinum kringumstæðum draga úr framleiðslunni. Hér heima er öllum ráðum beitt til að þrengja svo kosti íslenskra neytenda að fram hjá lambakjötinu sé torleiði. Hvað skyldi ráða því að bændaforystan hafi valið þráláta offramleiðslu sem meginreglu við stýringu á framboði lambakjöts, og komist upp með það? Ekki er það eftirtekjan, hvað þá umhyggjan fyrir afkomu bænda. Hún er og verður rýr þrátt fyrir fjárausturinn af almannafé. Launhelgi þjóðarinnar á sauðkindinni hjálpar þar eflaust til. Til eru þó aðrar árangursríkar leiðir. Í framhaldi af setningu aflamarksreglu í sjávarútvegi og lögfestingu kvótakerfisins (1985), var gerð tilraun með að kvótasetja landbúnaðarframleiðsluna. Hugmyndin var sú að aðlaga framleiðsluna að heimamarkaði. Þetta var skynsamleg nálgun sem smám saman hefði bætt afkomu búanna um leið og þeim hefði fækkað, sbr. þróunina í sjávarútvegi. Samdráttur er nefnilega árangursríkasta aðferðin við að draga úr offramleiðslu. Þessi tilraun fékk ekki að þróast. Bændaforystan gafst fljótlega upp á leið skynseminnar en valdi slóð óráðsíunnar. Hún var studd af stjórnmálaflokkum sem studdu og styrktust af misvægi atkvæða. Vituð þér enn, eða hvað?
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun