Um vanhæfi dómara og endurupptöku mála Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. janúar 2017 16:46 Nú er er eðlilega um það rætt hverju varði ef í ljós kemur eftir uppkvaðningu dóms að vanhæfur dómari hafi setið í fjölskipuðum dómi. Í þessu efni ættu menn að líta á dæmi sem getur að líta í dómasafni Hæstaréttar 7. júní 2007 í málinu nr. 400/2006. Í forsendum dómsins er tekið fram að dómur hafi (áður) fallið í málinu 1. mars 2007. Með ákvörðun 24. apríl 2007 hafi verið orðið við beiðni áfrýjanda um endurupptöku málsins. Ekki kemur fram í forsendunum hverjar voru ástæður fyrir þessari óvenjulegu meðferð málsins og skal nú bætt úr því. Við fyrri málflutninginn sat sá sem þetta skrifar ásamt tveimur samdómurum í dómi. Eftir að dómur okkar gekk 1. mars 2007 barst Hæstarétti erindi frá lögmanni áfrýjandans, þar sem til þess var vísað að áfrýjandi hefði komið til viðtals við mig um mál sitt á lögmannsstofu mína á tilgreindum degi nokkrum árum fyrr, meðan ég enn þá starfaði sem málflutningsmaður. Hefði þetta verið eitt samtal þar sem ég hefði tjáð áfrýjandanum að ég teldi ekki vera efni fyrir hann að hafa kröfu sína uppi fyrir dómi. Til þess skorti lagalegar forsendur. Ég mundi ekkert eftir þessu þegar málið var flutt í Hæstarétti hið fyrra skiptið, þar sem ég sat í dómi. Þegar erindið barst Hæstarétti kannaði ég málið og sá að viðkomandi einstaklingur hafði komið til viðtals við mig á skrifstofu mína þann dag sem tilgreindur var í erindinu. Ég sneri mér þá til yfirstjórnar Hæstaréttar og staðfesti að ég yrði að teljast hafa verið vanhæfur til meðferðar málsins. Féllst rétturinn á þetta og var málið því endurupptekið og öllum þremur dómurunum skipt út fyrir aðra þrjá, sem hlustuðu á síðari málflutninginn og kváðu upp nýjan dóm. Þetta voru auðvitað sjálfsögð viðbrögð við þeirri stöðu sem komin var upp. Voru þau byggð á lagareglum um skilyrði fyrir endurupptöku dæmdra mála, sem eru með sama meginefni, hvort sem um einkamál eða sakamál ræðir. Á sama hátt hlýtur að verða að endurupptaka þau mál þar sem í ljós hefur nú komið að dómarar, einn eða fleiri, hafa verið vanhæfir til meðferðar þess, þegar dómur var upp kveðinn. Það á enginn að þurfa að sitja uppi með dóm, þar sem einn eða fleiri dómarar hafa verið vanhæfir. Í fjölskipuðum dómi nægir að einn dómaranna hafi verið vanhæfur. Þá verður að leyfa endurupptöku og skipa allan dóminn á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú er er eðlilega um það rætt hverju varði ef í ljós kemur eftir uppkvaðningu dóms að vanhæfur dómari hafi setið í fjölskipuðum dómi. Í þessu efni ættu menn að líta á dæmi sem getur að líta í dómasafni Hæstaréttar 7. júní 2007 í málinu nr. 400/2006. Í forsendum dómsins er tekið fram að dómur hafi (áður) fallið í málinu 1. mars 2007. Með ákvörðun 24. apríl 2007 hafi verið orðið við beiðni áfrýjanda um endurupptöku málsins. Ekki kemur fram í forsendunum hverjar voru ástæður fyrir þessari óvenjulegu meðferð málsins og skal nú bætt úr því. Við fyrri málflutninginn sat sá sem þetta skrifar ásamt tveimur samdómurum í dómi. Eftir að dómur okkar gekk 1. mars 2007 barst Hæstarétti erindi frá lögmanni áfrýjandans, þar sem til þess var vísað að áfrýjandi hefði komið til viðtals við mig um mál sitt á lögmannsstofu mína á tilgreindum degi nokkrum árum fyrr, meðan ég enn þá starfaði sem málflutningsmaður. Hefði þetta verið eitt samtal þar sem ég hefði tjáð áfrýjandanum að ég teldi ekki vera efni fyrir hann að hafa kröfu sína uppi fyrir dómi. Til þess skorti lagalegar forsendur. Ég mundi ekkert eftir þessu þegar málið var flutt í Hæstarétti hið fyrra skiptið, þar sem ég sat í dómi. Þegar erindið barst Hæstarétti kannaði ég málið og sá að viðkomandi einstaklingur hafði komið til viðtals við mig á skrifstofu mína þann dag sem tilgreindur var í erindinu. Ég sneri mér þá til yfirstjórnar Hæstaréttar og staðfesti að ég yrði að teljast hafa verið vanhæfur til meðferðar málsins. Féllst rétturinn á þetta og var málið því endurupptekið og öllum þremur dómurunum skipt út fyrir aðra þrjá, sem hlustuðu á síðari málflutninginn og kváðu upp nýjan dóm. Þetta voru auðvitað sjálfsögð viðbrögð við þeirri stöðu sem komin var upp. Voru þau byggð á lagareglum um skilyrði fyrir endurupptöku dæmdra mála, sem eru með sama meginefni, hvort sem um einkamál eða sakamál ræðir. Á sama hátt hlýtur að verða að endurupptaka þau mál þar sem í ljós hefur nú komið að dómarar, einn eða fleiri, hafa verið vanhæfir til meðferðar þess, þegar dómur var upp kveðinn. Það á enginn að þurfa að sitja uppi með dóm, þar sem einn eða fleiri dómarar hafa verið vanhæfir. Í fjölskipuðum dómi nægir að einn dómaranna hafi verið vanhæfur. Þá verður að leyfa endurupptöku og skipa allan dóminn á ný.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar