Vongóður um að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 12:55 Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir varaformaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Eyþór Varaformaður Sjómannasambands Íslands segist vongóður um að hægt verði að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku en fundur hefur verið boðaður í deilunni á morgun. Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á mótmæli á meðan fundurinn fer fram. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Deiluaðilar komu saman til fundar fyrir helgi en honum lauk án árangurs. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.Vongóður um lausn í næstu viku Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki vita hvort Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komi til með að leggja fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. „Ég á ekkert von á neinu sérstöku öðru en því að þeir séu bara tilbúnir til þess að ræða við okkur um þessi mál sem við lögðum fram á fimmtudaginn. Ég geri mér bara vonir um að útgerðarmenn sjái ljósið og semji við okkur. Við göngum þá frá þessu svo skipin geti farið að róa og færa björg í bú,“ segir Konráð. Hann segist vongóður um að hægt verði að leysa deiluna í næstu viku. „Að okkar mati er fljótlegt að ganga frá þessu. Þá verður bara í framhaldinu fundað með sjómönnum og samningurinn borinn undir þá. Ef af verður, að sjálfsögðu. Allt með fyrirvara,“ segir Konráð.Heimskulegt að setja lög á verkfallið Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á Facebook á mótmæli fyrir utan skrifstofu ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Þar kemur fram að það standi til að setja lög á verkfall sjómanna.Hefur þú einhverjar áhyggjur af því að það verði sett lög á þetta verkfall? „Nei. Ég ætla ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir Konráð. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Varaformaður Sjómannasambands Íslands segist vongóður um að hægt verði að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku en fundur hefur verið boðaður í deilunni á morgun. Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á mótmæli á meðan fundurinn fer fram. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Deiluaðilar komu saman til fundar fyrir helgi en honum lauk án árangurs. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.Vongóður um lausn í næstu viku Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki vita hvort Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komi til með að leggja fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. „Ég á ekkert von á neinu sérstöku öðru en því að þeir séu bara tilbúnir til þess að ræða við okkur um þessi mál sem við lögðum fram á fimmtudaginn. Ég geri mér bara vonir um að útgerðarmenn sjái ljósið og semji við okkur. Við göngum þá frá þessu svo skipin geti farið að róa og færa björg í bú,“ segir Konráð. Hann segist vongóður um að hægt verði að leysa deiluna í næstu viku. „Að okkar mati er fljótlegt að ganga frá þessu. Þá verður bara í framhaldinu fundað með sjómönnum og samningurinn borinn undir þá. Ef af verður, að sjálfsögðu. Allt með fyrirvara,“ segir Konráð.Heimskulegt að setja lög á verkfallið Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á Facebook á mótmæli fyrir utan skrifstofu ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Þar kemur fram að það standi til að setja lög á verkfall sjómanna.Hefur þú einhverjar áhyggjur af því að það verði sett lög á þetta verkfall? „Nei. Ég ætla ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir Konráð.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30
Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00
Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23
„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19