Vongóður um að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 12:55 Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir varaformaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Eyþór Varaformaður Sjómannasambands Íslands segist vongóður um að hægt verði að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku en fundur hefur verið boðaður í deilunni á morgun. Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á mótmæli á meðan fundurinn fer fram. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Deiluaðilar komu saman til fundar fyrir helgi en honum lauk án árangurs. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.Vongóður um lausn í næstu viku Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki vita hvort Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komi til með að leggja fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. „Ég á ekkert von á neinu sérstöku öðru en því að þeir séu bara tilbúnir til þess að ræða við okkur um þessi mál sem við lögðum fram á fimmtudaginn. Ég geri mér bara vonir um að útgerðarmenn sjái ljósið og semji við okkur. Við göngum þá frá þessu svo skipin geti farið að róa og færa björg í bú,“ segir Konráð. Hann segist vongóður um að hægt verði að leysa deiluna í næstu viku. „Að okkar mati er fljótlegt að ganga frá þessu. Þá verður bara í framhaldinu fundað með sjómönnum og samningurinn borinn undir þá. Ef af verður, að sjálfsögðu. Allt með fyrirvara,“ segir Konráð.Heimskulegt að setja lög á verkfallið Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á Facebook á mótmæli fyrir utan skrifstofu ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Þar kemur fram að það standi til að setja lög á verkfall sjómanna.Hefur þú einhverjar áhyggjur af því að það verði sett lög á þetta verkfall? „Nei. Ég ætla ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir Konráð. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Varaformaður Sjómannasambands Íslands segist vongóður um að hægt verði að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku en fundur hefur verið boðaður í deilunni á morgun. Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á mótmæli á meðan fundurinn fer fram. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Deiluaðilar komu saman til fundar fyrir helgi en honum lauk án árangurs. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.Vongóður um lausn í næstu viku Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki vita hvort Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komi til með að leggja fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. „Ég á ekkert von á neinu sérstöku öðru en því að þeir séu bara tilbúnir til þess að ræða við okkur um þessi mál sem við lögðum fram á fimmtudaginn. Ég geri mér bara vonir um að útgerðarmenn sjái ljósið og semji við okkur. Við göngum þá frá þessu svo skipin geti farið að róa og færa björg í bú,“ segir Konráð. Hann segist vongóður um að hægt verði að leysa deiluna í næstu viku. „Að okkar mati er fljótlegt að ganga frá þessu. Þá verður bara í framhaldinu fundað með sjómönnum og samningurinn borinn undir þá. Ef af verður, að sjálfsögðu. Allt með fyrirvara,“ segir Konráð.Heimskulegt að setja lög á verkfallið Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á Facebook á mótmæli fyrir utan skrifstofu ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Þar kemur fram að það standi til að setja lög á verkfall sjómanna.Hefur þú einhverjar áhyggjur af því að það verði sett lög á þetta verkfall? „Nei. Ég ætla ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir Konráð.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30
Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00
Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23
„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19