Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Guðjón Valur Sigurðsson verður í vikunni fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í tuttugu stórmótum. Guðjón Valur verður 38 ára gamall í haust en það er fátt sem bendir til þess að landsliðsfyrirliðinn sé eitthvað að fara að slaka á. „Þetta er afrek sem ég held að sé ekkert víst að verði leikið eftir,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, en Gunnar hefur verið mikið í kringum landsliðið undanfarin ár og þekkir vel til Guðjón Vals. „Ef maður horfir yfir hans feril þá sér maður hvað hann er sjaldan meiddur. Það eru vissulega nokkur tilfelli en þau eru sjaldgæf og það er ótrúlegt hvað hann er alltaf fitt og flottur og í góðu formi. Ég held að hann hafi hugsað um skrokkinn á sér alveg frá byrjun. Margir byrja á því þegar líður á ferilinn en hann hefur alltaf verið í toppstandi og hugsað vel um líkamann frá byrjun,“ segir Gunnar. Ferilskráin hjá Guðjóni er með þeim glæsilegri sem finnast í handboltasögunni.Mjög lengi í heimsklassa „Hann er búinn að vera í heimsklassa mjög lengi og hefur spilað með öllum þessum stóru félagsliðum. Hann er búinn að verða meistari á Spáni, í Þýskalandi og í Danmörku auk þess að vinna Meistaradeildina. Þetta er bara einstakur ferill hjá honum sem verður erfitt að toppa,“ segir Gunnar. Þorbjörn Jensson var fyrstur til að velja Guðjón Val Sigurðsson í stórmótshóp þegar hann ákvað að fara með þá átján gamlan leikmann KA með á Evrópumótið í Króatíu í ársbyrjun 2000. Síðan eru liðin sautján ár og Guðjón Valur verður mættur á sitt tuttugasta stórmót þegar HM í Frakklandi hefst í vikunni. Geir Sveinsson verður sjötti landsliðsþjálfarinn sem tekur hann með á stórmót. Guðjón Valur var reyndar utan hóps í fyrstu leikjunum á EM í Króatíu en greip tækifærið báðum höndum þegar hann fékk að spreyta sig í síðustu leikjum liðsins. Guðjón Valur hefur ekki gefið eftir sætið sitt síðan. Níu Evrópumót, þrír Ólympíuleikar og nú áttunda heimsmeistaramótið. Guðjón Valur hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á þessum mótum, hann hefur ekki fengið mikla hvíld og er oftast í hópi markahæstu manna á mótunum. Guðjón hefur þrisvar komist í úrvalslið á stórmóti, einu sinni orðið markahæstur og tvisvar fengið verðlaun um hálsinn, fyrst silfur á ÓL í Peking 2008 og svo brons á EM í Austurríki 2010.Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2010 í Austurríki.Mynd/DienerEnn hrikalega hungraður „Hann er hrikalega hungraður í að halda áfram og vill hvergi hætta. Hann er enn þá í heimsklassa þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára. Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður,“ segir Gunnar. „Hann er alltaf hungraður í að spila fyrir landsliðið og hefur alltaf verið. Hann mun gefa kost á sér svo lengi sem hann er valinn. Það er alveg ljóst. Svo framarlega sem hann heldur sér í þessum klassa og er betri en hinir þá verður hann þarna. Það er mín skoðun en auðvitað verður að koma í ljós hversu lengi hann endist,“ segir Gunnar. Guðjón Valur hefur samtals spilað 110 klukkutíma í 122 landsleikjum sínum á stórmótum. Það þýðir að hann hefur verið inni á vellinum að berjast fyrir Ísland í meira en fjóra og hálfan sólarhring „Það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara tuttugasta stórmótið því á mjög mörgum af þessum stórmótum hefur hann verið eini vinstri hornamaðurinn og því spilað allar mínútur. Hann átti þessa stöðu einn í meira en áratug,“ segir Gunnar og bætir við að lokum: „Þetta er ótrúlegur karakter, ótrúlegur íþróttamaður og atvinnumaður,“ sagði Gunnar. Guðjón Valur er nú sá sem hefur skorað flest mörk fyrir Ísland á bæði HM og EM en hann vantar enn fjóra leiki til viðbótar til að bæta leikjamet Ólafs Stefánssonar á HM (54 leikir). Guðjón Valur mun væntanlega slá það í fjórða leik íslenska liðsins í riðlakeppni HM sem verður á móti Angóla. Guðjón Valur er nú fyrirliði á sínu sjötta stórmóti og hefur alls verið fyrirliði liðsins í 33 leikjum á HM og EM. Hann er kominn fram úr Geir Sveinsyni (30 leikir) en vantar enn talsvert í að ná æskuvinunum Ólafi Stefánssyni (48) og Degi Sigurðssyni (43). Guðjón Valur þarf nokkur stórmót í viðbót til að ná því meti en hver segir að hann ætli ekki að spila inn á fimmtugsaldurinn. Hingað til hefur hann haft bæði skrokkinn og hungrið til þess.Vísir/EPA Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson verður í vikunni fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í tuttugu stórmótum. Guðjón Valur verður 38 ára gamall í haust en það er fátt sem bendir til þess að landsliðsfyrirliðinn sé eitthvað að fara að slaka á. „Þetta er afrek sem ég held að sé ekkert víst að verði leikið eftir,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, en Gunnar hefur verið mikið í kringum landsliðið undanfarin ár og þekkir vel til Guðjón Vals. „Ef maður horfir yfir hans feril þá sér maður hvað hann er sjaldan meiddur. Það eru vissulega nokkur tilfelli en þau eru sjaldgæf og það er ótrúlegt hvað hann er alltaf fitt og flottur og í góðu formi. Ég held að hann hafi hugsað um skrokkinn á sér alveg frá byrjun. Margir byrja á því þegar líður á ferilinn en hann hefur alltaf verið í toppstandi og hugsað vel um líkamann frá byrjun,“ segir Gunnar. Ferilskráin hjá Guðjóni er með þeim glæsilegri sem finnast í handboltasögunni.Mjög lengi í heimsklassa „Hann er búinn að vera í heimsklassa mjög lengi og hefur spilað með öllum þessum stóru félagsliðum. Hann er búinn að verða meistari á Spáni, í Þýskalandi og í Danmörku auk þess að vinna Meistaradeildina. Þetta er bara einstakur ferill hjá honum sem verður erfitt að toppa,“ segir Gunnar. Þorbjörn Jensson var fyrstur til að velja Guðjón Val Sigurðsson í stórmótshóp þegar hann ákvað að fara með þá átján gamlan leikmann KA með á Evrópumótið í Króatíu í ársbyrjun 2000. Síðan eru liðin sautján ár og Guðjón Valur verður mættur á sitt tuttugasta stórmót þegar HM í Frakklandi hefst í vikunni. Geir Sveinsson verður sjötti landsliðsþjálfarinn sem tekur hann með á stórmót. Guðjón Valur var reyndar utan hóps í fyrstu leikjunum á EM í Króatíu en greip tækifærið báðum höndum þegar hann fékk að spreyta sig í síðustu leikjum liðsins. Guðjón Valur hefur ekki gefið eftir sætið sitt síðan. Níu Evrópumót, þrír Ólympíuleikar og nú áttunda heimsmeistaramótið. Guðjón Valur hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á þessum mótum, hann hefur ekki fengið mikla hvíld og er oftast í hópi markahæstu manna á mótunum. Guðjón hefur þrisvar komist í úrvalslið á stórmóti, einu sinni orðið markahæstur og tvisvar fengið verðlaun um hálsinn, fyrst silfur á ÓL í Peking 2008 og svo brons á EM í Austurríki 2010.Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2010 í Austurríki.Mynd/DienerEnn hrikalega hungraður „Hann er hrikalega hungraður í að halda áfram og vill hvergi hætta. Hann er enn þá í heimsklassa þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára. Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður,“ segir Gunnar. „Hann er alltaf hungraður í að spila fyrir landsliðið og hefur alltaf verið. Hann mun gefa kost á sér svo lengi sem hann er valinn. Það er alveg ljóst. Svo framarlega sem hann heldur sér í þessum klassa og er betri en hinir þá verður hann þarna. Það er mín skoðun en auðvitað verður að koma í ljós hversu lengi hann endist,“ segir Gunnar. Guðjón Valur hefur samtals spilað 110 klukkutíma í 122 landsleikjum sínum á stórmótum. Það þýðir að hann hefur verið inni á vellinum að berjast fyrir Ísland í meira en fjóra og hálfan sólarhring „Það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara tuttugasta stórmótið því á mjög mörgum af þessum stórmótum hefur hann verið eini vinstri hornamaðurinn og því spilað allar mínútur. Hann átti þessa stöðu einn í meira en áratug,“ segir Gunnar og bætir við að lokum: „Þetta er ótrúlegur karakter, ótrúlegur íþróttamaður og atvinnumaður,“ sagði Gunnar. Guðjón Valur er nú sá sem hefur skorað flest mörk fyrir Ísland á bæði HM og EM en hann vantar enn fjóra leiki til viðbótar til að bæta leikjamet Ólafs Stefánssonar á HM (54 leikir). Guðjón Valur mun væntanlega slá það í fjórða leik íslenska liðsins í riðlakeppni HM sem verður á móti Angóla. Guðjón Valur er nú fyrirliði á sínu sjötta stórmóti og hefur alls verið fyrirliði liðsins í 33 leikjum á HM og EM. Hann er kominn fram úr Geir Sveinsyni (30 leikir) en vantar enn talsvert í að ná æskuvinunum Ólafi Stefánssyni (48) og Degi Sigurðssyni (43). Guðjón Valur þarf nokkur stórmót í viðbót til að ná því meti en hver segir að hann ætli ekki að spila inn á fimmtugsaldurinn. Hingað til hefur hann haft bæði skrokkinn og hungrið til þess.Vísir/EPA
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira