2016 gert upp: Geðrof. Fucboi. Random. Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 31. desember 2016 16:45 Fyrir framan mig er mynd af 26 ára gömlum Rússa. Þegar ég leit fyrst á myndina hélt ég að þetta væri Justin Bieber. Maðurinn er í hvítum stuttermabol, með aflitað hár og derhúfu og upp eftir hálsi hans er stórt húð- flúr. Ástæða þess að ég virði fyrir mér þennan mann er vegna þess að ég held að nákvæmlega þessi maður, Vladimir M. Fomenko, sé lykillinn að árinu 2016. Fucboi. Freðmýri. Þann 27. september á þessu ári birtist á vefsíðu New York Times frétt eftir blaðamanninn Andrew E. Kramer með fyrirsögninni A Voice Cuts Through, and Adds to, the Intrigue of Russia’s Cyberattacks. Það er eitthvað við þessa fyrirsögn sem ég tel einkennandi fyrir okkar tíma, einkum þetta ár. Í raun segir fyrirsögnin lítið annað en Einhver segir eitthvað sem eykur á dulmagn stóru sögunnar. Í greininni er því lýst hvernig Bieber-útlítandi Rússinn Vladímír M. Fomenko, sem býr í bænum Biysk í Síberíu, nálægt mongólsku landamærunum, tengist netárásum rússneskra yfirvalda á tölvukerfi í Þýskalandi, Tyrklandi, Úkraínu og Bandaríkjunum, netárásum sem hömluðu eðlilegri framkvæmd lýðræðisins í öllum þessum ríkjum. New York Times lýsir tengslum Fomenkos við þessi öfl þannig að hann hafi leigt út netþjóna sem hakkarar á vegum rússneskra yfirvalda notuðust við þegar þeir frömdu afbrot sín. Sá hluti frásagnarinnar sem þykir fréttnæmur er fullyrðing Fomenkos um að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafi aldrei óskað eftir upplýsingum frá sér. Það er ekki hægt að lesa þessa grein öðruvísi en þannig að aflitaður rússneskur fucboi gæti leitt okkur í sannleikann um ásakanir sem tengjast afdrifaríkustu við- burðum ársins, sem er kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna og hugsanleg afskipti rússneskra yfirvalda af því. En við fáum ekki að vita sannleikann um það mál. Við fáum bara að vita nógu mikið til að halda okkur spenntum. Einhver segir eitthvað sem eykur á dulmagn stóru sögunnar. Þannig eru flestar fréttir. Fjölmiðlar tengja ekki lengur við frumkraft atburðanna.Hver leiðir? Hver lak? Einn afdrifaríkasti atburður ársins voru uppljóstranir vegna Panamaskjalanna. Fjölmiðlar stóðu sig vel. Þeir undirbjuggu málið og uppljóstranirnar voru kynntar með miklum þunga sem meðal annars setti íslenskt stjórnmálalíf og stjórnskipan á hliðina. Segja má að bæði núverandi forsætisráðherra Íslands og forseti lýðveldisins sitji nú í emb- ættum sínum vegna atburðarásar sem fór af stað með Panamalekanum. Það má einnig með gildum rökum segja að á Íslandi ríki nú stjórnarkreppa vegna sömu ástæðu. En hver lak Panama-skjölunum og hvers vegna? Auðvitað munu blaðamenn aldrei ljóstra upp um það, en spurningin hlýtur að eiga rétt á sér því þessi einstaklingur gæti með réttu talist valdamesti maður veraldar. Uppljóstrarinn er kallaður John Doe og hvorki blaðamenn Süddeutsche Zeitung né Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna segjast vita hver hann sé. Sjálfur segir hann í yfirlýsingu sem birtist 5. maí 2016 að hann hafi lekið gögnunum vegna þess að hann vilji berjast gegn ójafnrétti í heiminum og þar við situr. Kannski var lekinn bara eins og svo margt annað sem einkennir okkar tíma: tilviljunarkenndur; random. Hluti af lögmáli sem segir að allt sem geti gerst muni gerast. Þetta útskýrir hvers vegna Bretar kusu sig úr Evrópusambandinu eða Bandaríkjamenn kusu Donald Trump sem forseta, þrátt fyrir að yfirgnæfandi meirihluti skoðanamyndandi fjölmiðla og menntamanna mæltu gegn því. Það er vegna þess að þrátt fyrir allar doktorsgráðurnar á ritstjórnarskrifstofu New York Times þá er fólk þar á bæ alveg jafn ráðvillt og Walmart-liðið í Wisconsin. Báðir þessir aðilar stara á mynd af aflituðum Rússa og klóra sér í hausnum og það er þessi óvissa sem smitar út frá sér þannig að tugum milljóna kjósenda er sama hvað stendur í forystugreinum fjölmiðla og vilja frekar láta Justin Bieber eða Kanye West leggja sér lífsreglur en menntafólk. Hvers vegna ekki? Ef aflitaður Rússafucboi er hugsanlega með svör við stærstu spurningum alþjóðapólitíkur þá má Justin Bieber alveg vera spámaður númer tvö. Og hann er það. Auk Panamaleka hefur fátt haft jafn mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf undanfarið ár og ásókn erlendra ferðamanna. Þeir koma nú í stríð- um straumum frá Kína, Kanada og Bandaríkjunum og vilja sjá flugvélina á Sólheimasandi þar sem Bieber brettaðist í myndbandi sínu við lagið „I’ll Show You“ sem 330 milljónir hafa horft á. Auð- vitað spila þúsund aðrar ástæður inn í ásókn ferðamanna til Íslands, þar á meðal skipulögð markaðssetning og vonandi eitthvert innihald. En stundum er óþægilegt að hugsa til þess að einn tattúeraður náungi með hjólabretti geti skapað svo mikla athygli. Því athygli er sterkt afl. Athygli breytir þjóðum. 2016 var árið sem Ísland tapaði ákveðnu sakleysi vegna þess hve athyglin var mikil. Því það er sérstakt að fylgjast með fólki frá fjarlægum álfum ráfandi upp og niður Bankastrætið í leit að dulmagni og merkingu í alþjóðavæddum heimi. Það er sérstakt að fylgjast með sigurför víkingaklappsins eða að heyra útlendinga lýsa ferð í Laugardalslaugina sem trúarlegri reynslu. Og það verður að viðurkennast að það er næstum óþægilegt að Ísland sé hluti af því merkingarleysis-tauga- áfalli og random-rugli sem veröldin er nú stödd í. Og auk þess var sum athygli neikvæð eins og þegar fjölmiðlar heims fluttu fréttir af því að nöfn þriggja ráðherra í ríkisstjórn landsins kæmu fyrir í Panamaskjölunum. Það leit ekkert sérstaklega vel út því við Íslendingar höfum hingað til getað bent á aðrar þjóðir og sagt: sjáið þessa spilltu veröld. Svona gerum við ekki hér. Við erum heiðarleg. Þú spillta veröld Við híum á Bandaríkin með sitt meingallaða kosningakerfi. Bandaríkin eru svo rugluð. Frambjóðandinn sem fékk færri atkvæði á landsvísu verður forseti. Reglurnar hér á Íslandi eru miklu réttlátari. Hér kýs fólk milli tólf bókstafa, D, B, S, V, A, P, C, T, R, E, F og H og fylgist svo með fréttum af mönnum í jakkafötum og konum í Spaksmannsspjarahönnunardressum ganga inn og út af fundum og segja að hlutir gangi ágætlega. Á tímabili leit út fyrir vinstri stjórn með blaktandi sjóræningjafána en hægri stjórn leidd af ættarlaukum valdamikillar íslenskrar borgaraættar er allt eins líkleg. Gagnvart kjósendum er þetta í raun happdrætti. Það eru hvergi skýrar reglur um hvernig þetta eigi að vera. Skráðar og nákvæmar reglur um stjórnskipan eru bara fyrir heimskar þjóðir eins og Bandaríkin. Hver þarf til dæmis skýrar reglur um valdheimildir forseta þegar við getum bara kosið forseta sem hefur verið ráðgjafi fjölmiðla og almennings um túlkun stjórnarskrárinnar? Á Íslandi ganga menn í öll störf. Það er alþýðlegra kerfi, ef það er þá kerfi. Ég er ekki að agnúast út í Ísland. Kannski virka kerfi ekki lengur hvort sem er. Það eina sem virkar í dag er dulmagn og að vera smurður þykkari olíu en andstæðingurinn. Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að vera kynþátta- og kvenhatari samkvæmt flestum kerfislægum mælikvörðum. Vladímír Pútín er með sterkari stöðu en nokkru sinni fyrr þó að hendur hans hafi verið á kafi í kökukrúsinni í Panamaskjölunum. Meira að segja Assad Sýrlandsforseti er talinn hafa styrkt stöðu sína frá því sem áður var. Svo má ekki gleyma að Bjarni Benediktsson tók sinn gagnalekaskandal á cruise control, enda öllu vanur, og bauð upp á Panama-twist með viðkomu í Lúxemborg og á Seychelles-eyjum undan ströndum Afríku, en virðist koma nokkuð óskaddaður frá þeirri sjóferð. Ég vona að Bjarni fyrirgefi að hann sé nefndur í sömu andrá og þessir hundingjar heimspólitíkurinnar, því það er ekki hundseðlið sem spyrðir þá saman heldur eðli kattarins enda virðast þessir menn alltaf lenda á löppunum. Kannski var 2016 árið sem menn lentu á löppunum. Kannski var það efst í huga brúneggjabóndans þegar hann fór í viðtal hjá Kastljósi til að tala um aðbúnað í hænsnahúsum sínum. Kannski lenti hann á löppunum eftir allt saman. Það er allavega ljóst að milljón brúnegg verða ekki afspæld af pönnum hinna rétthugsandi og gróðinn er orðinn að Landcruiser-sæti undir sælar og ljósbrúnar rasskinnar eggjabóndans. Bóndinn upplifði þetta allavega allt sem frávik og 2016 er árið sem við lærðum að maður deilir ekki um upplifun fólks. Mér er full alvara. Sigmundur Davíð er til dæmis að upplifa einelti af hálfu RÚV. Þorri almennings upplifir það öðruvísi. Það var upplifun kjósenda í Bretlandi að vera landsins í Evrópusambandinu hafi kostað skattgreiðendur þar í landi 350 milljónir punda vikulega. Sú upplifun var ekki í takt við staðreyndir en það skipti engu máli. Á endanum vinnur sú upplifun sem er vinsælust. Þið gætuð sagt að þetta sé geðveiki og kannski er það nærri lagi. Kannski var 2016 ár geðveikinnar og kannski er einmitt allt í lagi að segja það hreint út því það á ekki að vera tabú að tala um geðveiki. Reyndar er enginn skortur á geð- veikistali á Íslandi. Vinsælasta áhersluorð tungumálsins er geggjað sem virðist hafa tekið við af orðinu sturlað og svo er geðveikt alltaf klassískt. Íslendingar eiga í sérstöku sambandi við geðveiki. Við áttum í fyrsta sinn almennilegt fótboltalandslið vegna þess að sænski þjálfarinn ákvað að beita leikskipulagi í stað þess að „taka bara geðveikina á þetta“. En samt er eins og við viljum ekki missa geðveikina alveg úr jöfnunni og íþróttalýsandinn Gummi Ben tók þann slag og öskraði sig í gegnum alla leikina þannig að það vakti heimsathygli, og á einhvern klikkaðan hátt þótti mér næstum meira vænt um þá athygli en þá sem hlaust vegna yfirvegaðrar spilamennsku leikmannanna. Athyglin á Gumma Ben var nefnilega afar heiðarleg athygli. Hún var ásókn í að heyra rödd manns í geðshræringu öskra eins hátt og hann getur. Í ráðvilltum heimi er fólk gjarnt á að leita á náðir slíks. Aldrei vekja mig af þessum draumi Það er erfitt að sjá hver ræður förinni. Eru það Bandaríkjamenn eða Rússar? Hver er að styðja hvern í Sýrlandi og hvers vegna? Er Beyoncé andlegur leiðtogi heimsbyggðarinnar eða ræður páfinn enn þá einhverju? Við erum öll soldið ráðvillt. Líka gáfuðu prófessorarnir í MIT og siðfræðingarnir á Aragötunni. Það er býsna óþægileg staða. Það skapar óeirð. Sjálfan langar mig allt í einu að heimsækja Biysk í Síberíu. Bara af því bara. Ég vil ganga um göturnar og heimsækja pylsuvagn staðarins. Logga mig inn á wifi á kaffihúsi og taka mynd af mér og setja hana á Instagram og raðmerkja hana #random #random #random. Kannski rekst ég á Vladímír M. Fomenko og drekk einn monsterorkudrykk með honum. Mig langar nefnilega að gera eitthvað í takt við allt sem ég sé og les. Mig langar að gera eitthvað tilviljunarkennt og tilgangslaust. Í heimi þar sem hver einasta máltíð hefur djúpan tilgang er eitthvað svo óþægilegt að heimurinn í heild sé svona stefnulaus. Biysk í Síberíu. Það er staðurinn sem mun ljá heimsmynd minni merkingu. Það mun gera mig öðruvísi og líf mitt spennandi. Mig langar í dulmagn því kannski er það óðum að klárast á Íslandi. 2016 var ár sem Ísland drakk ansi stóran sopa af kaleiknum. Það var ígildi margra ára. Það þarf samt ekkert að vera slæmt. Kannski var þetta gelgjuskeið. Tímabilið sem landið uppgötvaði sjálft sig og stöðu sína í heiminum. Gelgjuskeið eru ágæt. Sjálfur óx ég um 13 cm á árinu 1997. Ég passaði hreinlega ekki í sömu föt í lok árs og þegar það hófst. Ég held að það eigi líka við nú. Og það er kannski ástæðan fyrir því að hér ríkir enn stjórnarkreppa. Fötin passa ekki lengur. Sjálfur veit ég ekkert. Ég veit ekki hver ræður meira á Íslandi. Vladímír M. Fomenko eða Katrín Jakobsdóttir. Ég er samt ekki fullur vonleysis. Ég er bara býsna ánægður að fá að lifa spennandi tíma. Ykkur lesendum óska ég alls hins besta og hlakka til að halda áfram að greina heiminn með ykkur á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir framan mig er mynd af 26 ára gömlum Rússa. Þegar ég leit fyrst á myndina hélt ég að þetta væri Justin Bieber. Maðurinn er í hvítum stuttermabol, með aflitað hár og derhúfu og upp eftir hálsi hans er stórt húð- flúr. Ástæða þess að ég virði fyrir mér þennan mann er vegna þess að ég held að nákvæmlega þessi maður, Vladimir M. Fomenko, sé lykillinn að árinu 2016. Fucboi. Freðmýri. Þann 27. september á þessu ári birtist á vefsíðu New York Times frétt eftir blaðamanninn Andrew E. Kramer með fyrirsögninni A Voice Cuts Through, and Adds to, the Intrigue of Russia’s Cyberattacks. Það er eitthvað við þessa fyrirsögn sem ég tel einkennandi fyrir okkar tíma, einkum þetta ár. Í raun segir fyrirsögnin lítið annað en Einhver segir eitthvað sem eykur á dulmagn stóru sögunnar. Í greininni er því lýst hvernig Bieber-útlítandi Rússinn Vladímír M. Fomenko, sem býr í bænum Biysk í Síberíu, nálægt mongólsku landamærunum, tengist netárásum rússneskra yfirvalda á tölvukerfi í Þýskalandi, Tyrklandi, Úkraínu og Bandaríkjunum, netárásum sem hömluðu eðlilegri framkvæmd lýðræðisins í öllum þessum ríkjum. New York Times lýsir tengslum Fomenkos við þessi öfl þannig að hann hafi leigt út netþjóna sem hakkarar á vegum rússneskra yfirvalda notuðust við þegar þeir frömdu afbrot sín. Sá hluti frásagnarinnar sem þykir fréttnæmur er fullyrðing Fomenkos um að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafi aldrei óskað eftir upplýsingum frá sér. Það er ekki hægt að lesa þessa grein öðruvísi en þannig að aflitaður rússneskur fucboi gæti leitt okkur í sannleikann um ásakanir sem tengjast afdrifaríkustu við- burðum ársins, sem er kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna og hugsanleg afskipti rússneskra yfirvalda af því. En við fáum ekki að vita sannleikann um það mál. Við fáum bara að vita nógu mikið til að halda okkur spenntum. Einhver segir eitthvað sem eykur á dulmagn stóru sögunnar. Þannig eru flestar fréttir. Fjölmiðlar tengja ekki lengur við frumkraft atburðanna.Hver leiðir? Hver lak? Einn afdrifaríkasti atburður ársins voru uppljóstranir vegna Panamaskjalanna. Fjölmiðlar stóðu sig vel. Þeir undirbjuggu málið og uppljóstranirnar voru kynntar með miklum þunga sem meðal annars setti íslenskt stjórnmálalíf og stjórnskipan á hliðina. Segja má að bæði núverandi forsætisráðherra Íslands og forseti lýðveldisins sitji nú í emb- ættum sínum vegna atburðarásar sem fór af stað með Panamalekanum. Það má einnig með gildum rökum segja að á Íslandi ríki nú stjórnarkreppa vegna sömu ástæðu. En hver lak Panama-skjölunum og hvers vegna? Auðvitað munu blaðamenn aldrei ljóstra upp um það, en spurningin hlýtur að eiga rétt á sér því þessi einstaklingur gæti með réttu talist valdamesti maður veraldar. Uppljóstrarinn er kallaður John Doe og hvorki blaðamenn Süddeutsche Zeitung né Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna segjast vita hver hann sé. Sjálfur segir hann í yfirlýsingu sem birtist 5. maí 2016 að hann hafi lekið gögnunum vegna þess að hann vilji berjast gegn ójafnrétti í heiminum og þar við situr. Kannski var lekinn bara eins og svo margt annað sem einkennir okkar tíma: tilviljunarkenndur; random. Hluti af lögmáli sem segir að allt sem geti gerst muni gerast. Þetta útskýrir hvers vegna Bretar kusu sig úr Evrópusambandinu eða Bandaríkjamenn kusu Donald Trump sem forseta, þrátt fyrir að yfirgnæfandi meirihluti skoðanamyndandi fjölmiðla og menntamanna mæltu gegn því. Það er vegna þess að þrátt fyrir allar doktorsgráðurnar á ritstjórnarskrifstofu New York Times þá er fólk þar á bæ alveg jafn ráðvillt og Walmart-liðið í Wisconsin. Báðir þessir aðilar stara á mynd af aflituðum Rússa og klóra sér í hausnum og það er þessi óvissa sem smitar út frá sér þannig að tugum milljóna kjósenda er sama hvað stendur í forystugreinum fjölmiðla og vilja frekar láta Justin Bieber eða Kanye West leggja sér lífsreglur en menntafólk. Hvers vegna ekki? Ef aflitaður Rússafucboi er hugsanlega með svör við stærstu spurningum alþjóðapólitíkur þá má Justin Bieber alveg vera spámaður númer tvö. Og hann er það. Auk Panamaleka hefur fátt haft jafn mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf undanfarið ár og ásókn erlendra ferðamanna. Þeir koma nú í stríð- um straumum frá Kína, Kanada og Bandaríkjunum og vilja sjá flugvélina á Sólheimasandi þar sem Bieber brettaðist í myndbandi sínu við lagið „I’ll Show You“ sem 330 milljónir hafa horft á. Auð- vitað spila þúsund aðrar ástæður inn í ásókn ferðamanna til Íslands, þar á meðal skipulögð markaðssetning og vonandi eitthvert innihald. En stundum er óþægilegt að hugsa til þess að einn tattúeraður náungi með hjólabretti geti skapað svo mikla athygli. Því athygli er sterkt afl. Athygli breytir þjóðum. 2016 var árið sem Ísland tapaði ákveðnu sakleysi vegna þess hve athyglin var mikil. Því það er sérstakt að fylgjast með fólki frá fjarlægum álfum ráfandi upp og niður Bankastrætið í leit að dulmagni og merkingu í alþjóðavæddum heimi. Það er sérstakt að fylgjast með sigurför víkingaklappsins eða að heyra útlendinga lýsa ferð í Laugardalslaugina sem trúarlegri reynslu. Og það verður að viðurkennast að það er næstum óþægilegt að Ísland sé hluti af því merkingarleysis-tauga- áfalli og random-rugli sem veröldin er nú stödd í. Og auk þess var sum athygli neikvæð eins og þegar fjölmiðlar heims fluttu fréttir af því að nöfn þriggja ráðherra í ríkisstjórn landsins kæmu fyrir í Panamaskjölunum. Það leit ekkert sérstaklega vel út því við Íslendingar höfum hingað til getað bent á aðrar þjóðir og sagt: sjáið þessa spilltu veröld. Svona gerum við ekki hér. Við erum heiðarleg. Þú spillta veröld Við híum á Bandaríkin með sitt meingallaða kosningakerfi. Bandaríkin eru svo rugluð. Frambjóðandinn sem fékk færri atkvæði á landsvísu verður forseti. Reglurnar hér á Íslandi eru miklu réttlátari. Hér kýs fólk milli tólf bókstafa, D, B, S, V, A, P, C, T, R, E, F og H og fylgist svo með fréttum af mönnum í jakkafötum og konum í Spaksmannsspjarahönnunardressum ganga inn og út af fundum og segja að hlutir gangi ágætlega. Á tímabili leit út fyrir vinstri stjórn með blaktandi sjóræningjafána en hægri stjórn leidd af ættarlaukum valdamikillar íslenskrar borgaraættar er allt eins líkleg. Gagnvart kjósendum er þetta í raun happdrætti. Það eru hvergi skýrar reglur um hvernig þetta eigi að vera. Skráðar og nákvæmar reglur um stjórnskipan eru bara fyrir heimskar þjóðir eins og Bandaríkin. Hver þarf til dæmis skýrar reglur um valdheimildir forseta þegar við getum bara kosið forseta sem hefur verið ráðgjafi fjölmiðla og almennings um túlkun stjórnarskrárinnar? Á Íslandi ganga menn í öll störf. Það er alþýðlegra kerfi, ef það er þá kerfi. Ég er ekki að agnúast út í Ísland. Kannski virka kerfi ekki lengur hvort sem er. Það eina sem virkar í dag er dulmagn og að vera smurður þykkari olíu en andstæðingurinn. Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að vera kynþátta- og kvenhatari samkvæmt flestum kerfislægum mælikvörðum. Vladímír Pútín er með sterkari stöðu en nokkru sinni fyrr þó að hendur hans hafi verið á kafi í kökukrúsinni í Panamaskjölunum. Meira að segja Assad Sýrlandsforseti er talinn hafa styrkt stöðu sína frá því sem áður var. Svo má ekki gleyma að Bjarni Benediktsson tók sinn gagnalekaskandal á cruise control, enda öllu vanur, og bauð upp á Panama-twist með viðkomu í Lúxemborg og á Seychelles-eyjum undan ströndum Afríku, en virðist koma nokkuð óskaddaður frá þeirri sjóferð. Ég vona að Bjarni fyrirgefi að hann sé nefndur í sömu andrá og þessir hundingjar heimspólitíkurinnar, því það er ekki hundseðlið sem spyrðir þá saman heldur eðli kattarins enda virðast þessir menn alltaf lenda á löppunum. Kannski var 2016 árið sem menn lentu á löppunum. Kannski var það efst í huga brúneggjabóndans þegar hann fór í viðtal hjá Kastljósi til að tala um aðbúnað í hænsnahúsum sínum. Kannski lenti hann á löppunum eftir allt saman. Það er allavega ljóst að milljón brúnegg verða ekki afspæld af pönnum hinna rétthugsandi og gróðinn er orðinn að Landcruiser-sæti undir sælar og ljósbrúnar rasskinnar eggjabóndans. Bóndinn upplifði þetta allavega allt sem frávik og 2016 er árið sem við lærðum að maður deilir ekki um upplifun fólks. Mér er full alvara. Sigmundur Davíð er til dæmis að upplifa einelti af hálfu RÚV. Þorri almennings upplifir það öðruvísi. Það var upplifun kjósenda í Bretlandi að vera landsins í Evrópusambandinu hafi kostað skattgreiðendur þar í landi 350 milljónir punda vikulega. Sú upplifun var ekki í takt við staðreyndir en það skipti engu máli. Á endanum vinnur sú upplifun sem er vinsælust. Þið gætuð sagt að þetta sé geðveiki og kannski er það nærri lagi. Kannski var 2016 ár geðveikinnar og kannski er einmitt allt í lagi að segja það hreint út því það á ekki að vera tabú að tala um geðveiki. Reyndar er enginn skortur á geð- veikistali á Íslandi. Vinsælasta áhersluorð tungumálsins er geggjað sem virðist hafa tekið við af orðinu sturlað og svo er geðveikt alltaf klassískt. Íslendingar eiga í sérstöku sambandi við geðveiki. Við áttum í fyrsta sinn almennilegt fótboltalandslið vegna þess að sænski þjálfarinn ákvað að beita leikskipulagi í stað þess að „taka bara geðveikina á þetta“. En samt er eins og við viljum ekki missa geðveikina alveg úr jöfnunni og íþróttalýsandinn Gummi Ben tók þann slag og öskraði sig í gegnum alla leikina þannig að það vakti heimsathygli, og á einhvern klikkaðan hátt þótti mér næstum meira vænt um þá athygli en þá sem hlaust vegna yfirvegaðrar spilamennsku leikmannanna. Athyglin á Gumma Ben var nefnilega afar heiðarleg athygli. Hún var ásókn í að heyra rödd manns í geðshræringu öskra eins hátt og hann getur. Í ráðvilltum heimi er fólk gjarnt á að leita á náðir slíks. Aldrei vekja mig af þessum draumi Það er erfitt að sjá hver ræður förinni. Eru það Bandaríkjamenn eða Rússar? Hver er að styðja hvern í Sýrlandi og hvers vegna? Er Beyoncé andlegur leiðtogi heimsbyggðarinnar eða ræður páfinn enn þá einhverju? Við erum öll soldið ráðvillt. Líka gáfuðu prófessorarnir í MIT og siðfræðingarnir á Aragötunni. Það er býsna óþægileg staða. Það skapar óeirð. Sjálfan langar mig allt í einu að heimsækja Biysk í Síberíu. Bara af því bara. Ég vil ganga um göturnar og heimsækja pylsuvagn staðarins. Logga mig inn á wifi á kaffihúsi og taka mynd af mér og setja hana á Instagram og raðmerkja hana #random #random #random. Kannski rekst ég á Vladímír M. Fomenko og drekk einn monsterorkudrykk með honum. Mig langar nefnilega að gera eitthvað í takt við allt sem ég sé og les. Mig langar að gera eitthvað tilviljunarkennt og tilgangslaust. Í heimi þar sem hver einasta máltíð hefur djúpan tilgang er eitthvað svo óþægilegt að heimurinn í heild sé svona stefnulaus. Biysk í Síberíu. Það er staðurinn sem mun ljá heimsmynd minni merkingu. Það mun gera mig öðruvísi og líf mitt spennandi. Mig langar í dulmagn því kannski er það óðum að klárast á Íslandi. 2016 var ár sem Ísland drakk ansi stóran sopa af kaleiknum. Það var ígildi margra ára. Það þarf samt ekkert að vera slæmt. Kannski var þetta gelgjuskeið. Tímabilið sem landið uppgötvaði sjálft sig og stöðu sína í heiminum. Gelgjuskeið eru ágæt. Sjálfur óx ég um 13 cm á árinu 1997. Ég passaði hreinlega ekki í sömu föt í lok árs og þegar það hófst. Ég held að það eigi líka við nú. Og það er kannski ástæðan fyrir því að hér ríkir enn stjórnarkreppa. Fötin passa ekki lengur. Sjálfur veit ég ekkert. Ég veit ekki hver ræður meira á Íslandi. Vladímír M. Fomenko eða Katrín Jakobsdóttir. Ég er samt ekki fullur vonleysis. Ég er bara býsna ánægður að fá að lifa spennandi tíma. Ykkur lesendum óska ég alls hins besta og hlakka til að halda áfram að greina heiminn með ykkur á nýju ári.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar