Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 06:30 Mjaldur í dýragarði. Merlin Entertainments á þrjá slíka en vilja koma þeim í náttúrulegra umhverfi. vísir/getty Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu