Þegar heimilið er ekki griðastaður Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. desember 2016 07:00 Ekkert barn velur sér foreldra. Flest eru sem betur fer heppin. Þau fæðast til foreldra sem hafa færni og getu til að hlúa að þeim og sinna þeim til fullorðinsára. En víkjum að börnunum sem ekki auðnast sú gæfa að fæðast til heilbrigðra og ábyrgra foreldra. Þetta eru börn foreldra sem af einhverjum ástæðum eru ekki færir um að sinna foreldrahlutverkinu. Við þessar aðstæður grípur stórfjölskyldan oft inn í og aðstoðar. Amma og afi lýsa sig reiðubúin til að taka að sér og annast barnabarn/börn sín, eða frændi og frænka. Þannig alast mörg börn upp í hlýjum og traustum faðmi fjölskyldumeðlima þegar mamma eða pabbi geta ekki verið til staðar. Í öðrum tilfellum þar sem hvorki foreldra né stórfjölskyldu nýtur við koma til skjalanna fósturforeldrar sem staðist hafa könnun barnaverndaryfirvalda til að annast umönnun þeirra til fullorðinsára. Þrátt fyrir samheldni fjölskyldna og vöktun yfir börnum þessa samfélags er á hverjum tíma hópur barna sem býr við óviðunandi og ótryggar aðstæður. Þessi börn búa á heimilum sem ekki er hægt að segja að sé griðastaður þeirra.Börn óttaslegin á eigin heimili Á aðventu og um jólahátíðina er vandinn jafnvel meira íþyngjandi en að öllu jöfnu, jafnvel þótt grunnvandi foreldranna sé í raun hinn sami. Það er vegna þess að um jólahátíðina er hvarvetna gerð sú krafa að allir eigi að vera kátir, glaðir og góðir hver við annan. Á jólum er í okkar samfélagi ekkert rými fyrir ótta, ógn eða óöryggi. Jól í okkar menningu er hátíð barnanna og því skýtur það skökku við að barn þurfi að vera hrætt og óttaslegið á eigin heimili. Börn sem búa við erfiðar aðstæður velta vöngum yfir og óttast hvort mamma/pabbi verði í lagi um þessi jól. Verður ofbeldi, neysla, öskur og rifrildi? Vandamál foreldra, einkum þau sem einkennast af stjórnleysi, taka iðulega á sig alvarlega mynd um hátíðir eins og jól. Aðventunni getur fylgt meiri streita eða hömluleysi af einhverju tagi. Meira er um mannfagnaði og félagslegar uppákomur eru gjarnan tíðari. Hegðun þeirra sem eru óstöðugir fyrir og glíma t.a.m. við fíkn nær oft hæstu hæðum á þessum árstíma. Þetta vita börnin sem búa við þessar aðstæður af eigin reynslu. Óhjákvæmilega bera börnin sem hér um ræðir heimilislíf sitt saman við heimilislíf t.d. vina sinna þar sem sambærilegur vandi er ekki til staðar. Þau horfa á fölskvalausa gleði og tilhlökkun á þeim heimilum og óska þess að aðstæður væru svona heima hjá þeim. Af hverju eru hlutirnir ekki bara í lagi heima hjá mér? Börnin sem kvíða jólahátíðinni langar að hlakka til jólanna. Sum þora ekki að leyfa sér það ef allt skyldi síðan bregðast. Einhver kunna að hugsa „vonandi sleppur þetta, þótt ekki væri nema rétt á meðan við borðum og opnum pakkana“.Meðvirknin festir rætur Börn í þessum aðstæðum eiga iðulega mjög erfitt með að ræða þessi mál utan heimilis. Þeim hefur jafnvel verið kennt og þau áminnt um að þetta sé leyndarmál sem enginn annar má vita um. Segi þau frá geti eitthvað hræðilegt gerst. Þau kjósa því e.t.v. að bera þessa byrði ein og óstudd. Sjúkdómurinn meðvirkni nær oft að festa rætur í hjörtum barnanna eins og hjá öðrum aðstandendum. Allt verður að líta eðlilega út á yfirborðinu og gildir þá einu þótt innviðirnir séu rústir einar. Vandi af þessu tagi sem hér hefur verið lýst getur verið afar dulinn. Það reynir á okkur öll að vera vakandi ekki bara yfir okkar börnum heldur einnig yfir öðrum börnum í fjölskyldum okkar, vinum barna okkar og þeim börnum sem við mætum daglega eða verða á vegi okkar. Stundum er vitað um vanda sem þennan í fjölskyldum en ákveðið að blanda sér ekki í hann af ótta við reiðiviðbrögð. Aðrir óttast að fari þeir að blanda sér í málið taki það á sig enn verri mynd, jafnvel fyrir barnið. En það er ekki einungis skyldan sem knýr fólk til að láta sig málefni barna varða heldur einnig samviskan og færni fólks að setja sig í spor barna. Að láta kyrrt liggja gegn eigin samvisku kallar auk þess síðar meir á ítrekaðar vangaveltur um hvort það hefði verið hægt að gera eitthvað til að aðstoða. Í vafamálum eru tvö megingildi sem styðjast má við í þessu sambandi: Í fyrsta lagi, leyfum börnum ávallt að njóta vafans og í öðru lagi, það versta sem hægt er að gera er að gera ekki neitt. Með því að vera meðvitaður, láta sig málin varða, grípa inn í, skipta sér af, getum við hugsanlega tryggt barni öruggt skjól þessi jól og jafnvel stuðlað að breytingum til framtíðar. Þess má geta að í hugum margra barna er Kvennaathvarfið frekar griðastaður þeirra en heimilið. Í hugum sumra barna eru minningarnar um bestu jólin einmitt þegar dvalið var í Kvennaathvarfinu eða á öðrum öruggum stað. Þar var í það minnsta hægt að leggja höfuðið á koddann í þeirri vissu að svefni þeirra yrði ekki raskað, alla vega ekki þessa nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ekkert barn velur sér foreldra. Flest eru sem betur fer heppin. Þau fæðast til foreldra sem hafa færni og getu til að hlúa að þeim og sinna þeim til fullorðinsára. En víkjum að börnunum sem ekki auðnast sú gæfa að fæðast til heilbrigðra og ábyrgra foreldra. Þetta eru börn foreldra sem af einhverjum ástæðum eru ekki færir um að sinna foreldrahlutverkinu. Við þessar aðstæður grípur stórfjölskyldan oft inn í og aðstoðar. Amma og afi lýsa sig reiðubúin til að taka að sér og annast barnabarn/börn sín, eða frændi og frænka. Þannig alast mörg börn upp í hlýjum og traustum faðmi fjölskyldumeðlima þegar mamma eða pabbi geta ekki verið til staðar. Í öðrum tilfellum þar sem hvorki foreldra né stórfjölskyldu nýtur við koma til skjalanna fósturforeldrar sem staðist hafa könnun barnaverndaryfirvalda til að annast umönnun þeirra til fullorðinsára. Þrátt fyrir samheldni fjölskyldna og vöktun yfir börnum þessa samfélags er á hverjum tíma hópur barna sem býr við óviðunandi og ótryggar aðstæður. Þessi börn búa á heimilum sem ekki er hægt að segja að sé griðastaður þeirra.Börn óttaslegin á eigin heimili Á aðventu og um jólahátíðina er vandinn jafnvel meira íþyngjandi en að öllu jöfnu, jafnvel þótt grunnvandi foreldranna sé í raun hinn sami. Það er vegna þess að um jólahátíðina er hvarvetna gerð sú krafa að allir eigi að vera kátir, glaðir og góðir hver við annan. Á jólum er í okkar samfélagi ekkert rými fyrir ótta, ógn eða óöryggi. Jól í okkar menningu er hátíð barnanna og því skýtur það skökku við að barn þurfi að vera hrætt og óttaslegið á eigin heimili. Börn sem búa við erfiðar aðstæður velta vöngum yfir og óttast hvort mamma/pabbi verði í lagi um þessi jól. Verður ofbeldi, neysla, öskur og rifrildi? Vandamál foreldra, einkum þau sem einkennast af stjórnleysi, taka iðulega á sig alvarlega mynd um hátíðir eins og jól. Aðventunni getur fylgt meiri streita eða hömluleysi af einhverju tagi. Meira er um mannfagnaði og félagslegar uppákomur eru gjarnan tíðari. Hegðun þeirra sem eru óstöðugir fyrir og glíma t.a.m. við fíkn nær oft hæstu hæðum á þessum árstíma. Þetta vita börnin sem búa við þessar aðstæður af eigin reynslu. Óhjákvæmilega bera börnin sem hér um ræðir heimilislíf sitt saman við heimilislíf t.d. vina sinna þar sem sambærilegur vandi er ekki til staðar. Þau horfa á fölskvalausa gleði og tilhlökkun á þeim heimilum og óska þess að aðstæður væru svona heima hjá þeim. Af hverju eru hlutirnir ekki bara í lagi heima hjá mér? Börnin sem kvíða jólahátíðinni langar að hlakka til jólanna. Sum þora ekki að leyfa sér það ef allt skyldi síðan bregðast. Einhver kunna að hugsa „vonandi sleppur þetta, þótt ekki væri nema rétt á meðan við borðum og opnum pakkana“.Meðvirknin festir rætur Börn í þessum aðstæðum eiga iðulega mjög erfitt með að ræða þessi mál utan heimilis. Þeim hefur jafnvel verið kennt og þau áminnt um að þetta sé leyndarmál sem enginn annar má vita um. Segi þau frá geti eitthvað hræðilegt gerst. Þau kjósa því e.t.v. að bera þessa byrði ein og óstudd. Sjúkdómurinn meðvirkni nær oft að festa rætur í hjörtum barnanna eins og hjá öðrum aðstandendum. Allt verður að líta eðlilega út á yfirborðinu og gildir þá einu þótt innviðirnir séu rústir einar. Vandi af þessu tagi sem hér hefur verið lýst getur verið afar dulinn. Það reynir á okkur öll að vera vakandi ekki bara yfir okkar börnum heldur einnig yfir öðrum börnum í fjölskyldum okkar, vinum barna okkar og þeim börnum sem við mætum daglega eða verða á vegi okkar. Stundum er vitað um vanda sem þennan í fjölskyldum en ákveðið að blanda sér ekki í hann af ótta við reiðiviðbrögð. Aðrir óttast að fari þeir að blanda sér í málið taki það á sig enn verri mynd, jafnvel fyrir barnið. En það er ekki einungis skyldan sem knýr fólk til að láta sig málefni barna varða heldur einnig samviskan og færni fólks að setja sig í spor barna. Að láta kyrrt liggja gegn eigin samvisku kallar auk þess síðar meir á ítrekaðar vangaveltur um hvort það hefði verið hægt að gera eitthvað til að aðstoða. Í vafamálum eru tvö megingildi sem styðjast má við í þessu sambandi: Í fyrsta lagi, leyfum börnum ávallt að njóta vafans og í öðru lagi, það versta sem hægt er að gera er að gera ekki neitt. Með því að vera meðvitaður, láta sig málin varða, grípa inn í, skipta sér af, getum við hugsanlega tryggt barni öruggt skjól þessi jól og jafnvel stuðlað að breytingum til framtíðar. Þess má geta að í hugum margra barna er Kvennaathvarfið frekar griðastaður þeirra en heimilið. Í hugum sumra barna eru minningarnar um bestu jólin einmitt þegar dvalið var í Kvennaathvarfinu eða á öðrum öruggum stað. Þar var í það minnsta hægt að leggja höfuðið á koddann í þeirri vissu að svefni þeirra yrði ekki raskað, alla vega ekki þessa nótt.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun