Órökstuddar fullyrðingar formanns Neytendasamtakanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 21. desember 2016 14:04 Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna skrifaði opið bréf í vikunni til mín og annarra þingmanna þar sem að hann hvetur okkur til að falla frá „beinni aðför að íslenskum neytendum og heimilum landsins“ - en þar vísar hann til 100 milljóna króna framlags á fjáraukalögum sem ætluð er til markaðssetningar á íslenskum sauðfjárafurðum. Við þessar aðstæður þykir mér rétt að fara yfir feril málsins með staðreyndir að vopni. Íslenskur landbúnaður skapar 10-12 þúsund bein og óbein störf á Íslandi og veltir hátt í 70 milljörðum á ári. Sauðfjárbúskapur er ein megin forsendan fyrir dreifðri byggð í landinu og saman mynda sauðfjárbúin menningarlegt, atvinnulegt og öryggislegt net vítt og breitt um landið. Sauðfjárafurðir frá íslenskum bændum eru einnig framúrskarandi vara hvað varðar gæði, heilnæmi og aðbúnað dýra. en einhverra hluta vegna er það orðið vinsælt að gera lítið úr þessari eftirsóknarverðu stöðu sem við höfum náð. Þrengingar hafa orðið hjá útflutningsgreinum á Íslandi í kjölfar styrkingar krónunar og í ofanálag hafa viðskiptadeilur Vesturvelda við Rússland leitt til lækkunar á mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir. Í kjölfarið tóku sauðfjárbændur á sig tekjuskerðingu uppá 600 milljónir síðasta haust þegar afurðastöðvar lækkuðu verð til bænda vegna fyrrnefndra aðstæðna. Í haust bárust svo þau tíðindi að Norðmenn myndu ekki taka sín 600 tonn af lambakjöti eins og þeir hafa gert undanfarin ár samkvæmt samningi þar um. Því var ljóst að ef ekki yrði brugðist við yrðu enn frekari verðlækkanir til sauðfjárbænda næsta haust með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur. Það taldi ég ekki ásættanlegt. Í kjölfarið brugðumst við með því að samþykkja í ríkisstjórn sérstakt 100 milljón króna framlag í fjáraukalögum til markaðssetningar á íslensku lambakjöti til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Það má því öllum vera ljóst að fullyrðing Ólafs þess efnis að aðgerðin sé ekki í þágu bænda á við engin rök að styðjast. Ólafur hefur miklar áhyggjur af því að aðgerðin haldi verði á lambakjöti hér á landi of háu en rétt er að benda á að í alþjóðlegum samanburði er smásöluverð á lambakjöti mjög lágt hér á landi, íslenska lambakjötið er hágæða vara á sanngjörnu verði. Það er því stórfurðulegt að það skuli vera forgangsatriði hjá Ólafi að tortryggja þessa einstöku aðgerð sem miðar af því að tryggja kjör bænda og halda byggð í landinu. Ekki má gleyma því að þessi starfsstétt hefur tekið á sig launaskerðingu á sama tíma og allar aðrar stéttir hafa fengið töluverðar kjarabætur undanfarin misseri. Það er rétt að benda á að við erum einnig að byggja upp til lengri tíma, í gangi er metnaðarfullt markaðsstarf á sauðfjárafurðum sem þegar er byrjað að skila árangri . Meðal annars er Landssamband sauðfjárbænda ásamt fleirum að vinna frábært starf við kynningu og markaðssetningu sem er ekki síst miðuð að þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Árangurinn er byrjaður að skila sér og jókst sala á lambakjöti um 25% hér á landi, fyrsta ársfjórðung ársins 2016. Ef nýr formaður Neytendasamtakanna vill sérstaklega skoða starfsumhverfi sauðfjárbænda gæti hann beint spjótum sínum að versluninni og skoða hversu hátt hlutfall hún tekur af smásöluverðinu útí búð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fær hver bóndi einungis að meðaltali þriðjung af heildarverði kjöts í sinn hlut. Hann gæti líka skoðað hvernig stendur á því að arðsemi af verslunarkeðjum hér á landi er mun meiri en á löndunum í kringum okkur og athugað sérstaklega hvers vegna styrking krónunnar og niðurfelling á vörugjöldum og tollum skili sér ekki útí verðlagið? Ég bíð spenntur eftir öðru opnu bréfi þar sem hann fer yfir þátt verslunarinnar í of háu verðlagi hér á landi en jafnframt vona ég að hann kynni sér málin betur áður en hann skrifar fleiri opin bréf með órökstuddum fullyrðingum um íslenskan landbúnað. Að endingu óska ég Ólafi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með fullvissu um að þeir munu njóta alls þess besta sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa um hátíðarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna skrifaði opið bréf í vikunni til mín og annarra þingmanna þar sem að hann hvetur okkur til að falla frá „beinni aðför að íslenskum neytendum og heimilum landsins“ - en þar vísar hann til 100 milljóna króna framlags á fjáraukalögum sem ætluð er til markaðssetningar á íslenskum sauðfjárafurðum. Við þessar aðstæður þykir mér rétt að fara yfir feril málsins með staðreyndir að vopni. Íslenskur landbúnaður skapar 10-12 þúsund bein og óbein störf á Íslandi og veltir hátt í 70 milljörðum á ári. Sauðfjárbúskapur er ein megin forsendan fyrir dreifðri byggð í landinu og saman mynda sauðfjárbúin menningarlegt, atvinnulegt og öryggislegt net vítt og breitt um landið. Sauðfjárafurðir frá íslenskum bændum eru einnig framúrskarandi vara hvað varðar gæði, heilnæmi og aðbúnað dýra. en einhverra hluta vegna er það orðið vinsælt að gera lítið úr þessari eftirsóknarverðu stöðu sem við höfum náð. Þrengingar hafa orðið hjá útflutningsgreinum á Íslandi í kjölfar styrkingar krónunar og í ofanálag hafa viðskiptadeilur Vesturvelda við Rússland leitt til lækkunar á mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir. Í kjölfarið tóku sauðfjárbændur á sig tekjuskerðingu uppá 600 milljónir síðasta haust þegar afurðastöðvar lækkuðu verð til bænda vegna fyrrnefndra aðstæðna. Í haust bárust svo þau tíðindi að Norðmenn myndu ekki taka sín 600 tonn af lambakjöti eins og þeir hafa gert undanfarin ár samkvæmt samningi þar um. Því var ljóst að ef ekki yrði brugðist við yrðu enn frekari verðlækkanir til sauðfjárbænda næsta haust með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur. Það taldi ég ekki ásættanlegt. Í kjölfarið brugðumst við með því að samþykkja í ríkisstjórn sérstakt 100 milljón króna framlag í fjáraukalögum til markaðssetningar á íslensku lambakjöti til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Það má því öllum vera ljóst að fullyrðing Ólafs þess efnis að aðgerðin sé ekki í þágu bænda á við engin rök að styðjast. Ólafur hefur miklar áhyggjur af því að aðgerðin haldi verði á lambakjöti hér á landi of háu en rétt er að benda á að í alþjóðlegum samanburði er smásöluverð á lambakjöti mjög lágt hér á landi, íslenska lambakjötið er hágæða vara á sanngjörnu verði. Það er því stórfurðulegt að það skuli vera forgangsatriði hjá Ólafi að tortryggja þessa einstöku aðgerð sem miðar af því að tryggja kjör bænda og halda byggð í landinu. Ekki má gleyma því að þessi starfsstétt hefur tekið á sig launaskerðingu á sama tíma og allar aðrar stéttir hafa fengið töluverðar kjarabætur undanfarin misseri. Það er rétt að benda á að við erum einnig að byggja upp til lengri tíma, í gangi er metnaðarfullt markaðsstarf á sauðfjárafurðum sem þegar er byrjað að skila árangri . Meðal annars er Landssamband sauðfjárbænda ásamt fleirum að vinna frábært starf við kynningu og markaðssetningu sem er ekki síst miðuð að þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Árangurinn er byrjaður að skila sér og jókst sala á lambakjöti um 25% hér á landi, fyrsta ársfjórðung ársins 2016. Ef nýr formaður Neytendasamtakanna vill sérstaklega skoða starfsumhverfi sauðfjárbænda gæti hann beint spjótum sínum að versluninni og skoða hversu hátt hlutfall hún tekur af smásöluverðinu útí búð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fær hver bóndi einungis að meðaltali þriðjung af heildarverði kjöts í sinn hlut. Hann gæti líka skoðað hvernig stendur á því að arðsemi af verslunarkeðjum hér á landi er mun meiri en á löndunum í kringum okkur og athugað sérstaklega hvers vegna styrking krónunnar og niðurfelling á vörugjöldum og tollum skili sér ekki útí verðlagið? Ég bíð spenntur eftir öðru opnu bréfi þar sem hann fer yfir þátt verslunarinnar í of háu verðlagi hér á landi en jafnframt vona ég að hann kynni sér málin betur áður en hann skrifar fleiri opin bréf með órökstuddum fullyrðingum um íslenskan landbúnað. Að endingu óska ég Ólafi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með fullvissu um að þeir munu njóta alls þess besta sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa um hátíðarnar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun