Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2016 20:26 Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“ Alþingi Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“
Alþingi Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira