Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2016 09:31 Anis Amri, sem grunaður er um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag, var skotinn til bana í Mílanó á Ítalíu í nótt. Innanríkisráðherra Ítalíu, Marco Minniti, staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá málinu. Ráðherrann greindi frá því að maður hafi verið skotinn til bana í úthverfi Mílanó-borgar, við Sesto San Giovanni lestarstöðina, um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Hann var stöðvaður af lögreglu við reglubundið eftirlit á Piazza I Maggio.1. L'aggressore di Milano fermato da volante del commissariato Sesto San Giovanni durante un normale servizio di controllo del territorio pic.twitter.com/GmdIK0M9WS— Polizia di Stato (@poliziadistato) December 23, 2016 Skaut lögreglumann Ítalskir fjölmiðlar segir að maðurinn eigi að hafa hrópað Allah Akbar, dregið fram skotvopn og skotið á tvo lögreglumenn. Annar þeirra var skotinn í bringuna en lögreglumennirnir eiga þá að hafa skotið Amri til bana. Lögreglumaðurinn, Christian Movio, sem var skotinn á að hafa starfað í lögreglunni um níu mánaða skeið, en hann komst lífs af úr árásinni. Minneti þakkaði Movio sérstaklega fyrir.This is Cristian Movio - the police officer injured by #AnisAmri in shootout in #Milan - picture from @poliziadistato pic.twitter.com/IQNdW3ZhGX— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Minniti segir engan vafa leika á hvort að um Amri sé að ræða. Maðurinn var ekki með skilríki í fórum sínum, en fingraför hafi staðfest að þar hafi Amri verið þarna að ferðinni. Fjölmiðlar greina frá því að Amri hafi ekið um Frakkland á leið sinni til Ítalíu, en miðar sem fundust í vösum Amri benda til þessa.What we know about Amri's route so far, according to Milan terror chief: Chambéry, France –> Turin –> Milan, arrival at 1am last night— Philip Oltermann (@philipoltermann) December 23, 2016 Ráðherrann sagði að Amri hafi verið fótgangandi þegar hann var stöðvaður í Mílanó, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá að hann hafi verið á bíl. Kannað verður hvort að skotvopnið sem fannst í fórum Amri hafi verið það sama og notað var í Berlín. Deutsche Welle hefur rætt við bróður Amri sem segir fjölskylduna í áfalli og vilji ekki tjá sig um fréttir dagsins.#Amri 's brother via phone on his death: "We are shocked and the whole family is in a bad situation. No comment".— Jaafar Abdul Karim (@jaafarAbdulKari) December 23, 2016 Tólf fórust, tugir slasaðir Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Evrópu að hinum 24 ára Amri síðustu daga. Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz. Skilríki Amri og fingraför höfðu fundist í vörubílnum.Myndskeið La Repubblica frá vettvangi í nótt.Amri hafði tengsl við Ítalíu, en hann kom til landsins árið 2011 ásamt þúsundum annarra Túnisa eftir að hafa komið með bát frá norðurströnd Afríku. Hann fékk dóm og sat í fangelsi í þrjú og hálft ár á Ítalíu fyrir að hafa kveikt í móttökustöð fyrir flóttafólk, hafa haft í hótunum fyrir lögreglu og fleiri brot. Bræður Amri, Walid og Abdelkader, telja að Anis hafi hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi, en hann afplánaði dóm sinn í sex ólíkum fangelsum á Sikiley.Lögreglan í Berlín þakkar starfsbræðrum sínum á Ítalíu og óskar lögreglumanninum sem var skotinn skjóts baka. Kveðjan á Twitter er á ítölsku.Fréttin hefur verið uppfærð.Grazie e pronta guarigione ai colleghi feriti.#Danke für die Unterstützumg & gute Besserung dem verletzten Kollegen. #Breitscheidplatz^yt https://t.co/pADRzz6Wym— Polizei Berlin (@polizeiberlin) December 23, 2016 Blood stains on the pavement outside #Milan station where #AnisAmri was killed by Italian police overnight #BerlinAttack pic.twitter.com/EhudzU1aQo— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32 Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Anis Amri, sem grunaður er um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag, var skotinn til bana í Mílanó á Ítalíu í nótt. Innanríkisráðherra Ítalíu, Marco Minniti, staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá málinu. Ráðherrann greindi frá því að maður hafi verið skotinn til bana í úthverfi Mílanó-borgar, við Sesto San Giovanni lestarstöðina, um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Hann var stöðvaður af lögreglu við reglubundið eftirlit á Piazza I Maggio.1. L'aggressore di Milano fermato da volante del commissariato Sesto San Giovanni durante un normale servizio di controllo del territorio pic.twitter.com/GmdIK0M9WS— Polizia di Stato (@poliziadistato) December 23, 2016 Skaut lögreglumann Ítalskir fjölmiðlar segir að maðurinn eigi að hafa hrópað Allah Akbar, dregið fram skotvopn og skotið á tvo lögreglumenn. Annar þeirra var skotinn í bringuna en lögreglumennirnir eiga þá að hafa skotið Amri til bana. Lögreglumaðurinn, Christian Movio, sem var skotinn á að hafa starfað í lögreglunni um níu mánaða skeið, en hann komst lífs af úr árásinni. Minneti þakkaði Movio sérstaklega fyrir.This is Cristian Movio - the police officer injured by #AnisAmri in shootout in #Milan - picture from @poliziadistato pic.twitter.com/IQNdW3ZhGX— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Minniti segir engan vafa leika á hvort að um Amri sé að ræða. Maðurinn var ekki með skilríki í fórum sínum, en fingraför hafi staðfest að þar hafi Amri verið þarna að ferðinni. Fjölmiðlar greina frá því að Amri hafi ekið um Frakkland á leið sinni til Ítalíu, en miðar sem fundust í vösum Amri benda til þessa.What we know about Amri's route so far, according to Milan terror chief: Chambéry, France –> Turin –> Milan, arrival at 1am last night— Philip Oltermann (@philipoltermann) December 23, 2016 Ráðherrann sagði að Amri hafi verið fótgangandi þegar hann var stöðvaður í Mílanó, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá að hann hafi verið á bíl. Kannað verður hvort að skotvopnið sem fannst í fórum Amri hafi verið það sama og notað var í Berlín. Deutsche Welle hefur rætt við bróður Amri sem segir fjölskylduna í áfalli og vilji ekki tjá sig um fréttir dagsins.#Amri 's brother via phone on his death: "We are shocked and the whole family is in a bad situation. No comment".— Jaafar Abdul Karim (@jaafarAbdulKari) December 23, 2016 Tólf fórust, tugir slasaðir Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Evrópu að hinum 24 ára Amri síðustu daga. Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz. Skilríki Amri og fingraför höfðu fundist í vörubílnum.Myndskeið La Repubblica frá vettvangi í nótt.Amri hafði tengsl við Ítalíu, en hann kom til landsins árið 2011 ásamt þúsundum annarra Túnisa eftir að hafa komið með bát frá norðurströnd Afríku. Hann fékk dóm og sat í fangelsi í þrjú og hálft ár á Ítalíu fyrir að hafa kveikt í móttökustöð fyrir flóttafólk, hafa haft í hótunum fyrir lögreglu og fleiri brot. Bræður Amri, Walid og Abdelkader, telja að Anis hafi hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi, en hann afplánaði dóm sinn í sex ólíkum fangelsum á Sikiley.Lögreglan í Berlín þakkar starfsbræðrum sínum á Ítalíu og óskar lögreglumanninum sem var skotinn skjóts baka. Kveðjan á Twitter er á ítölsku.Fréttin hefur verið uppfærð.Grazie e pronta guarigione ai colleghi feriti.#Danke für die Unterstützumg & gute Besserung dem verletzten Kollegen. #Breitscheidplatz^yt https://t.co/pADRzz6Wym— Polizei Berlin (@polizeiberlin) December 23, 2016 Blood stains on the pavement outside #Milan station where #AnisAmri was killed by Italian police overnight #BerlinAttack pic.twitter.com/EhudzU1aQo— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32 Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32
Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47
Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00
Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53