Innanríkisráðherra Ítalíu, Marco Minniti, staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá málinu.
Ráðherrann greindi frá því að maður hafi verið skotinn til bana í úthverfi Mílanó-borgar, við Sesto San Giovanni lestarstöðina, um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Hann var stöðvaður af lögreglu við reglubundið eftirlit á Piazza I Maggio.
1. L'aggressore di Milano fermato da volante del commissariato Sesto San Giovanni durante un normale servizio di controllo del territorio pic.twitter.com/GmdIK0M9WS
— Polizia di Stato (@poliziadistato) December 23, 2016
Ítalskir fjölmiðlar segir að maðurinn eigi að hafa hrópað Allah Akbar, dregið fram skotvopn og skotið á tvo lögreglumenn. Annar þeirra var skotinn í bringuna en lögreglumennirnir eiga þá að hafa skotið Amri til bana.
Lögreglumaðurinn, Christian Movio, sem var skotinn á að hafa starfað í lögreglunni um níu mánaða skeið, en hann komst lífs af úr árásinni. Minneti þakkaði Movio sérstaklega fyrir.
This is Cristian Movio - the police officer injured by #AnisAmri in shootout in #Milan - picture from @poliziadistato pic.twitter.com/IQNdW3ZhGX
— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016
What we know about Amri's route so far, according to Milan terror chief: Chambéry, France –> Turin –> Milan, arrival at 1am last night
— Philip Oltermann (@philipoltermann) December 23, 2016
Deutsche Welle hefur rætt við bróður Amri sem segir fjölskylduna í áfalli og vilji ekki tjá sig um fréttir dagsins.
#Amri 's brother via phone on his death: "We are shocked and the whole family is in a bad situation. No comment".
— Jaafar Abdul Karim (@jaafarAbdulKari) December 23, 2016
Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Evrópu að hinum 24 ára Amri síðustu daga. Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz. Skilríki Amri og fingraför höfðu fundist í vörubílnum.
Myndskeið La Repubblica frá vettvangi í nótt.
Bræður Amri, Walid og Abdelkader, telja að Anis hafi hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi, en hann afplánaði dóm sinn í sex ólíkum fangelsum á Sikiley.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Grazie e pronta guarigione ai colleghi feriti.#Danke für die Unterstützumg & gute Besserung dem verletzten Kollegen. #Breitscheidplatz
— Polizei Berlin (@polizeiberlin) December 23, 2016
^yt https://t.co/pADRzz6Wym
Blood stains on the pavement outside #Milan station where #AnisAmri was killed by Italian police overnight #BerlinAttack pic.twitter.com/EhudzU1aQo
— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016
