Körfubolti

Lakers hafði betur í grannaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Baráttan í leiknum í nótt.
Baráttan í leiknum í nótt. vísir/getty
Fimm leikir voru á dagskrá NBA-körfuboltans í gær, jóladag, og í nótt, en Cleveland Cavaliers vann Golden State Warriors í spennuþrungnum leik og Boston vann New York.

Í hinum þremur leikjunum í nótt vann San Antonio Spurs nítján stiga sigur á Chicago Bulls, en LaMarcus Aldridge fór á kostum og skoraði alls 33 stig af 119 stigum San Antonio gegn 100 stigum Chicago.

Dwayne Wade skoraði 24 stig fyrir Chicago og gaf sex stoðsendingar. San Antonio er með rétt rúmlega 80% sigurhlutfall í vetur á meðan Chicago er ekki með nema 46,7% eða fjórtán unna leiki og sextán tapaða.

Russell Westbrook átti afar góðan leik fyrir Oklahoma sem vann Minnesota með tólf stigum, 112-100, en Westbrook skoraði 31 stig alls og tók fimmtán fráöst.

Þetta var þriðji sigur Oklahoma í röð sem er með rúmlega 60% sigurhlutfall, en Minnesota hefur aðeins unnið níu af 30 leikjum sínum.

LA Lakers vann grannaslaginn gegn LA Clippers í nótt, en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigri Lakers. Lokatölur urðu 111-102, en Lakers vann þriðja leikhlutann með átján stiga mun, 34-16.

J. J. Reddick og Jamal Crawford voru stigahæstir hjá Clippers með 22 stig hvor, en þeir Nick Young og Timofey Mozgov voru stigahæstir Lakers-manna með 19 stig hvor.

Sigurinn kom nokkuð á óvart þar sem Clippers hafði unnið 22 af leikjum sínum í vetur hingað til, á meðan Lakers voru einungis með ellefu sigra í 33 leikjum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×