Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri, fyrir suma Ellen Calmon skrifar 27. desember 2016 07:00 Mikil hækkun kaupmáttar og launa“, „kaupmáttur aldrei verið meiri“, „2015 – ár mikilla launahækkana“. Þetta eru örfá dæmi um yfirskriftir frétta um launahækkanir og kaupmáttaraukningu launa á þessu ári og því síðasta, en fjölmargar fréttir hafa verið fluttar af kaupmáttaraukningu. En hvernig hefur þróun kaupmáttar verið hjá örorkulífeyrisþegum síðustu ár? Fjármálaráðherra sagði fjálglega í fjárlagafrumvarpsumræðu á Alþingi í desember í fyrra að sú hækkun sem ætluð væri örorkulífeyrisþegum myndi hafa gríðarleg áhrif á kaupmáttaraukningu örorkulífeyris. En þar sagði hann „…verðbólgan [hefur] farið minnkandi og hún hefur verið stöðugt lág sem hefur tryggt gríðarlega kaupmáttaraukningu fyrir launþega og mikla kaupmáttaraukningu bóta, reyndar þannig að bætur munu aldrei í sögu Íslands hafa haft hærri og meiri kaupmátt en 2016…“. Ég hef lengi leyft mér að efast um að orð fjármálaráðherra um þessa gríðarlegu kaupmáttaraukningu yrðu orð að sönnu. Ég bið almenning um að láta ekki villa um fyrir sér þegar talað er um prósentuhækkanir, sem jafnvel gætu í huga einhverra hljómað háar, því prósentuhækkanir á mjög lágan lífeyri þýða afar lága krónutöluhækkun. En það eru einmitt krónurnar sem skipta máli í þessu samhengi. Allir þurfa ákveðna lágmarkskrónutölu í framfærslu á mánuði til að geta lifað af í íslensku samfélagi, krónur sem duga fyrir fæði, klæði, húsnæði og í tilfellum örorkulífeyrisþega fyrir lyfjum, læknisþjónustu og þjálfun. Við leituðum til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um útreikninga á samanburði kaupmáttarþróunar heildartekna örorkulífeyrisþega og heildarlauna fullvinnandi fólks frá árinu 2009 til ársins 2015 en tölur fyrir árið 2016 koma ekki fram fyrr en á næsta ári og því vantar forsendur til að reikna út þróunina fyrir árið 2016. Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesta þennan efa, hrekja orð ráðherra um gríðarlega kaupmáttaraukningu. Mynd 1 Samanburður við þróun kaupmáttar fullvinnandiÚtreikningarnir byggjast á tölum á vef Hagstofu Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Niðurstaðan er sláandi eins og sjá má á mynd 1. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega var 9% lægri árið 2011 en árið 2009 og lækkaði því mun meira hjá örorkulífeyrisþegum en hjá launafólki. Hagur ýmissa hópa fór að vænkast eftir hrun en örorkulífeyrisþegar sátu eftir. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 segir að „Vaxandi vinnuaflseftirspurn, miklar launahækkanir í kjarasamningum, hagstæð gengisþróun, minnkandi verðbólga og batnandi kaupmáttur einkenndu árið 2015“. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega árið 2015 var nær sá sami og árið 2009, hafði einungis hækkað um 1%, þrátt fyrir lága verðbólgu. Hins vegar hafði kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi hækkað um 15% á tímabilinu. Þessar tölur sýna fram á ósamræmið í orðum fjármálaráðherra í lok árs 2015 um að örorkulífeyrir hafi hækkað í samræmi við lög á hverju ári eftir því hvort verðlag eða laun hafi hækkað meira. Mynd 2 Þróun kaupmáttar óskerts lífeyris almannatrygginga og lágmarkslaunaHagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði enn fremur út þróun kaupmáttar fyrir óskertan lífeyri almannatrygginga og lágmarkslaun frá árinu 2009. Örorkulífeyrisþegi sem er með óskertan lífeyri hefur engar aðrar tekjur til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Lífeyrisþegar með lágar aðrar tekjur geta einnig fallið hérna undir, en vegna „krónu á móti krónu skerðinga“ geta þeir verið með sömu heildartekjur og lífeyrisþegar sem einungis fá greiddan óskertan lífeyri. Nú er svo komið að óskertur lífeyrir er um 80% af lágmarkslaunum. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir hækkanir síðustu ára eru lágmarkslaun einungis 260.000 kr. fyrir skatt og duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Fjármálaráðherra hefur svarað því til að hann myndi ekki treysta sér til að lifa af lægstu launum og hann mun því varla treysta sér til að lifa af óskertum lífeyri. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er kaupmáttur lágmarkslauna fyrir skatt um 26% hærri 2015 en árið 2009. Kaupmáttur óskerts lífeyris hefur hins vegar aðeins hækkað um 2% á sama tímabili eins og sjá má á mynd 2. Sem sagt ágæti lesandi þá hefur kaupmáttur óskerts lífeyris engan veginn haldist í hendur við kaupmátt launa. Bilið er mikið. Einstaklingur getur ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann á að geta greitt fyrir fæði, klæði, húsnæði auk lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaðar. Þetta er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að óskertur lífeyrir verði 1. janúar næstkomandi samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og fjármálaráðherra lagði til að örorkulífeyrisþegar ættu að lifa á. Ekki treystir fjármálaráðherra sér til þess að lifa á þessum fjármunum. Myndir þú gera það? Finnst þér ekki að samfélagið okkar eigi að tryggja langveiku og fötluðu fólki þau kjör sem þarf til að geta lifað mannsæmandi lífi í íslensku samfélagi? Gleðilega hátíð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Sjá meira
Mikil hækkun kaupmáttar og launa“, „kaupmáttur aldrei verið meiri“, „2015 – ár mikilla launahækkana“. Þetta eru örfá dæmi um yfirskriftir frétta um launahækkanir og kaupmáttaraukningu launa á þessu ári og því síðasta, en fjölmargar fréttir hafa verið fluttar af kaupmáttaraukningu. En hvernig hefur þróun kaupmáttar verið hjá örorkulífeyrisþegum síðustu ár? Fjármálaráðherra sagði fjálglega í fjárlagafrumvarpsumræðu á Alþingi í desember í fyrra að sú hækkun sem ætluð væri örorkulífeyrisþegum myndi hafa gríðarleg áhrif á kaupmáttaraukningu örorkulífeyris. En þar sagði hann „…verðbólgan [hefur] farið minnkandi og hún hefur verið stöðugt lág sem hefur tryggt gríðarlega kaupmáttaraukningu fyrir launþega og mikla kaupmáttaraukningu bóta, reyndar þannig að bætur munu aldrei í sögu Íslands hafa haft hærri og meiri kaupmátt en 2016…“. Ég hef lengi leyft mér að efast um að orð fjármálaráðherra um þessa gríðarlegu kaupmáttaraukningu yrðu orð að sönnu. Ég bið almenning um að láta ekki villa um fyrir sér þegar talað er um prósentuhækkanir, sem jafnvel gætu í huga einhverra hljómað háar, því prósentuhækkanir á mjög lágan lífeyri þýða afar lága krónutöluhækkun. En það eru einmitt krónurnar sem skipta máli í þessu samhengi. Allir þurfa ákveðna lágmarkskrónutölu í framfærslu á mánuði til að geta lifað af í íslensku samfélagi, krónur sem duga fyrir fæði, klæði, húsnæði og í tilfellum örorkulífeyrisþega fyrir lyfjum, læknisþjónustu og þjálfun. Við leituðum til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um útreikninga á samanburði kaupmáttarþróunar heildartekna örorkulífeyrisþega og heildarlauna fullvinnandi fólks frá árinu 2009 til ársins 2015 en tölur fyrir árið 2016 koma ekki fram fyrr en á næsta ári og því vantar forsendur til að reikna út þróunina fyrir árið 2016. Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesta þennan efa, hrekja orð ráðherra um gríðarlega kaupmáttaraukningu. Mynd 1 Samanburður við þróun kaupmáttar fullvinnandiÚtreikningarnir byggjast á tölum á vef Hagstofu Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Niðurstaðan er sláandi eins og sjá má á mynd 1. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega var 9% lægri árið 2011 en árið 2009 og lækkaði því mun meira hjá örorkulífeyrisþegum en hjá launafólki. Hagur ýmissa hópa fór að vænkast eftir hrun en örorkulífeyrisþegar sátu eftir. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 segir að „Vaxandi vinnuaflseftirspurn, miklar launahækkanir í kjarasamningum, hagstæð gengisþróun, minnkandi verðbólga og batnandi kaupmáttur einkenndu árið 2015“. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega árið 2015 var nær sá sami og árið 2009, hafði einungis hækkað um 1%, þrátt fyrir lága verðbólgu. Hins vegar hafði kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi hækkað um 15% á tímabilinu. Þessar tölur sýna fram á ósamræmið í orðum fjármálaráðherra í lok árs 2015 um að örorkulífeyrir hafi hækkað í samræmi við lög á hverju ári eftir því hvort verðlag eða laun hafi hækkað meira. Mynd 2 Þróun kaupmáttar óskerts lífeyris almannatrygginga og lágmarkslaunaHagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði enn fremur út þróun kaupmáttar fyrir óskertan lífeyri almannatrygginga og lágmarkslaun frá árinu 2009. Örorkulífeyrisþegi sem er með óskertan lífeyri hefur engar aðrar tekjur til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Lífeyrisþegar með lágar aðrar tekjur geta einnig fallið hérna undir, en vegna „krónu á móti krónu skerðinga“ geta þeir verið með sömu heildartekjur og lífeyrisþegar sem einungis fá greiddan óskertan lífeyri. Nú er svo komið að óskertur lífeyrir er um 80% af lágmarkslaunum. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir hækkanir síðustu ára eru lágmarkslaun einungis 260.000 kr. fyrir skatt og duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Fjármálaráðherra hefur svarað því til að hann myndi ekki treysta sér til að lifa af lægstu launum og hann mun því varla treysta sér til að lifa af óskertum lífeyri. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er kaupmáttur lágmarkslauna fyrir skatt um 26% hærri 2015 en árið 2009. Kaupmáttur óskerts lífeyris hefur hins vegar aðeins hækkað um 2% á sama tímabili eins og sjá má á mynd 2. Sem sagt ágæti lesandi þá hefur kaupmáttur óskerts lífeyris engan veginn haldist í hendur við kaupmátt launa. Bilið er mikið. Einstaklingur getur ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann á að geta greitt fyrir fæði, klæði, húsnæði auk lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaðar. Þetta er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að óskertur lífeyrir verði 1. janúar næstkomandi samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og fjármálaráðherra lagði til að örorkulífeyrisþegar ættu að lifa á. Ekki treystir fjármálaráðherra sér til þess að lifa á þessum fjármunum. Myndir þú gera það? Finnst þér ekki að samfélagið okkar eigi að tryggja langveiku og fötluðu fólki þau kjör sem þarf til að geta lifað mannsæmandi lífi í íslensku samfélagi? Gleðilega hátíð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun