Körfubolti

Cleveland tapaði án James

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kyrie Irving náði ekki að leiða Cleveland til sigurs.
Kyrie Irving náði ekki að leiða Cleveland til sigurs. vísir/getty
Detroit Pistons batt enda á fimm leikja taphrinu sína í nótt er liðið vann óvæntan sigur á NBA-meisturum Cleveland Cavaliers.

LeBron James gat ekki spilað með Cleveland, fékk hvíld, og munaði um minna.

Liðsheildin sterk hjá Detroit þar sem sex manns skoruðu yfir 10 stig. Tobias Harris mest eða 21 stig. Kyrie Irving atkvæðamestur hjá Cleveland með 18 stig.

Anthony Davis átti stórleik fyrir New Orleans í sigri á Dallas. Skoraði 28 stig og tók 16 fráköst.

James Harden var einnig iðinn við kolann fyrir Houston sem valtaði yfir Phoenix. Harden skoraði 32 stig og tók 12 fráköst.

Úrslit:

Washington-Milwaukee  107-102

Orlando-Memphis  112-102

Brooklyn-Charlotte  120-118

Detroit-Cleveland  106-90

Chicago-Indiana  90-85

New Orleans-Dallas  111-104

Houston-Phoenix  131-115

Minnesota-Atlanta  104-90

Portland-Toronto  91-95

LA Clippers-Denver  102-106

Sacramento-Philadelphia  102-100

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×