Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2016 11:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira