Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 20:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu. Hann stóð upp og yfirgaf þingið á meðan Sigurður Ingi var enn í ræðustól og bað flokksmenn í salnum um að standa upp og takast í hendur. Ljóst var að Sigmundur Davíð var í töluverðu uppnámi yfir úrslitunum en fjölmiðlamenn eltu hann út úr aðalsal Háskólabíós og inntu hann eftir fyrstu viðbrögðum við niðurstöðu kjörsins. Sigmundur Davíð sagðist svekktur yfir úrslitunum og kvaðst ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. Þá sagðist hann vonast til þess að flokkurinn yrði sameinaður en bætti við að hann hefði lýst því að það væri hlutverk formanns að vinna að slíku. Hann vildi síðan ekki segja af eða á varðandi það hvort hann hyggst sitja áfram í oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hann sagðist ekki kvíða því að vinna með öllum Framsóknarmönnum, burt séð frá því hvern fólk hafði stutt í formannskjörinu. Þá sagðist hann að sjálfsögðu munu reyna að virkja krafta Sigmundar Davíðs innan flokksins. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá var Sigmundur svo sannarlega réttur maður á réttum tíma á réttum stað með hugmyndir sem að við höfum síðan verið að vinna úr á liðnum árum og við munum að sjálfsögðu nýta hans krafta sem og allra annarra í flokknum,“ sagði Sigurður Ingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Sigmundur Davíð yfirgaf flokksþingið í dag og frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu. Hann stóð upp og yfirgaf þingið á meðan Sigurður Ingi var enn í ræðustól og bað flokksmenn í salnum um að standa upp og takast í hendur. Ljóst var að Sigmundur Davíð var í töluverðu uppnámi yfir úrslitunum en fjölmiðlamenn eltu hann út úr aðalsal Háskólabíós og inntu hann eftir fyrstu viðbrögðum við niðurstöðu kjörsins. Sigmundur Davíð sagðist svekktur yfir úrslitunum og kvaðst ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. Þá sagðist hann vonast til þess að flokkurinn yrði sameinaður en bætti við að hann hefði lýst því að það væri hlutverk formanns að vinna að slíku. Hann vildi síðan ekki segja af eða á varðandi það hvort hann hyggst sitja áfram í oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hann sagðist ekki kvíða því að vinna með öllum Framsóknarmönnum, burt séð frá því hvern fólk hafði stutt í formannskjörinu. Þá sagðist hann að sjálfsögðu munu reyna að virkja krafta Sigmundar Davíðs innan flokksins. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá var Sigmundur svo sannarlega réttur maður á réttum tíma á réttum stað með hugmyndir sem að við höfum síðan verið að vinna úr á liðnum árum og við munum að sjálfsögðu nýta hans krafta sem og allra annarra í flokknum,“ sagði Sigurður Ingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Sigmundur Davíð yfirgaf flokksþingið í dag og frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26