Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 11:53 Logi Már segir Framsókn verða að finna lausn á Sigurðar-Sigmundar málinu. Vísir Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér. Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér.
Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira