Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 11:53 Logi Már segir Framsókn verða að finna lausn á Sigurðar-Sigmundar málinu. Vísir Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira