Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2016 10:18 Donald Trump og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/EPA Stjórnvöld Kína hafa lýst yfir verulegum áhyggjum vegna ummæla Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að Bandaríkin þurfi ekki að vera bundin „Eitt- Kína“ stefnunni. Kínverjar biðja Trump um að gera sér grein fyrir því hve viðkvæm málefni Taívan eru. Þeir segja stefnuna vera hornsteininn í samskiptum sínum við Bandaríkin. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Trump tók við símtali frá forseta Taívan og var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Trump segir símtalið ekki hafa verið sérstaklega skipulagt, en því hefur verið haldið fram af fjölmiðlum ytra.Sjá einnig: Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytinguTrump segist ekki vilja taka við skipunum frá Kína og að ljóst sé að Bandaríkin þurfi að semja við Kína um ýmis málefni eins og viðskipti og tolla.Utanríkisráðuneyti Kína segir samstarf við Bandaríkin ómögulegt ef þeir viðurkenni ekki tilkall Kína til Taívan. Þeir segjast ekki ætla að leyfa Trump að nota málefni Taívan sem skiptimynt í viðræðum um einhver af þeim fjölmörgu málum sem ríkin tvö hafa verið að ræða að undanförnu eins og viðskipti, tölvuárásir og Suður-Kínahaf. „Að viðhalda meginreglunni um eitt Kína er grundvöllur sambands Kína og Bandaríkjanna,“ sagði Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, við blaðamenn. „Ef sá grundvöllur er skemmdur, eða ekki til staðar, er hin heilbrigða þróun sambands Kína og Bandaríkjanna og samvinna í mikilvægum málefnum út úr myndinni.“ Hann sagði einnig að jákvætt samband Kína og Bandaríkjanna væri ekki einungis mikilvægt fyrir ríkin tvö, heldur einnig fyrir „frið, stöðugleika, þróun og velmegun í Kyrrahafsríkjum Asíu og á alþjóðavísu“. Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Stjórnvöld Kína hafa lýst yfir verulegum áhyggjum vegna ummæla Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að Bandaríkin þurfi ekki að vera bundin „Eitt- Kína“ stefnunni. Kínverjar biðja Trump um að gera sér grein fyrir því hve viðkvæm málefni Taívan eru. Þeir segja stefnuna vera hornsteininn í samskiptum sínum við Bandaríkin. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Trump tók við símtali frá forseta Taívan og var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Trump segir símtalið ekki hafa verið sérstaklega skipulagt, en því hefur verið haldið fram af fjölmiðlum ytra.Sjá einnig: Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytinguTrump segist ekki vilja taka við skipunum frá Kína og að ljóst sé að Bandaríkin þurfi að semja við Kína um ýmis málefni eins og viðskipti og tolla.Utanríkisráðuneyti Kína segir samstarf við Bandaríkin ómögulegt ef þeir viðurkenni ekki tilkall Kína til Taívan. Þeir segjast ekki ætla að leyfa Trump að nota málefni Taívan sem skiptimynt í viðræðum um einhver af þeim fjölmörgu málum sem ríkin tvö hafa verið að ræða að undanförnu eins og viðskipti, tölvuárásir og Suður-Kínahaf. „Að viðhalda meginreglunni um eitt Kína er grundvöllur sambands Kína og Bandaríkjanna,“ sagði Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, við blaðamenn. „Ef sá grundvöllur er skemmdur, eða ekki til staðar, er hin heilbrigða þróun sambands Kína og Bandaríkjanna og samvinna í mikilvægum málefnum út úr myndinni.“ Hann sagði einnig að jákvætt samband Kína og Bandaríkjanna væri ekki einungis mikilvægt fyrir ríkin tvö, heldur einnig fyrir „frið, stöðugleika, þróun og velmegun í Kyrrahafsríkjum Asíu og á alþjóðavísu“.
Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira