Dagur íslenskrar tónlistar? Sigurgeir Sigmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar