Félögin í efstu deild vilja ítarlegt uppgjör á EM-peningunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:15 Íslendingar unnu frækinn 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í sumar. Leikurinn var stórskemmtilegur og hádramatískur. Vísir/Vilhelm Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er. EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er.
EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira