Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Svavar Hávarðsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Brúnegg eru ekki lengur í sölu. vísir/Anton Brink Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans. Það er ámælisvert og þarf leiðréttingar við. Það er vakning í neytendamálum í samfélaginu og með tilkomu samfélagsmiðla eru allir á vaktinni – nokkuð sem þeir sem selja vöru og þjónustu ættu að taka tillit til. Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir það vonbrigði hvað staða íslenskra neytenda er veik. Í því ljósi hafi verið sláandi að sjá sitjandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, segja í viðtali við Kastljós á þriðjudagskvöld að hann vissi ekki hver af samráðherrum hans færi með neytendamál [Ólöf Nordal innanríkisráðherra fer með neytendamál]. Eins rifjar Ólafur upp orð forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónssonar, þegar reglugerð um vistvæna framleiðslu var afnumin, að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu merkingar um vistvæna framleiðslu áfram. Ólafur Arnarson „Gunnar Bragi, maðurinn sem ber ábyrgð á búvörusamningunum meðal annars, vissi þetta ekki. Þetta segir okkur bara nákvæmlega hversu hátt neytendamálin eru skrifuð hjá núverandi stjórnvöldum. Þau virðast skipta litlu sem engu máli í þeirra augum,“ segir Ólafur. „Birtingarmyndin er sú að réttur framleiðandans er mikill og ríkulegur en réttur neytandans er settur til hliðar. Þetta stendur upp úr,“ segir Ólafur sem útilokar ekki hugmyndir Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um einkavæðingu eftirlitskerfisins – aðspurður um lausnir. „Maður veltir því fyrir sér, þegar maður sér þetta, hvort við erum að fá þá eftirlitsþjónustu sem við eigum skilið. Ég held ekki og þetta komi því til greina,“ segir Ólafur sem í dag hittir Jón Gíslason, forstjóra Matvælastofnunar, að máli í leit að skýringum á Brúneggjamálinu og öðrum álitamálum sem það hefur vakið upp. „Það sem hefur breyst er að allir eru á vaktinni. Neytendamál eru í deiglunni – ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla. Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans. Það er ámælisvert og þarf leiðréttingar við. Það er vakning í neytendamálum í samfélaginu og með tilkomu samfélagsmiðla eru allir á vaktinni – nokkuð sem þeir sem selja vöru og þjónustu ættu að taka tillit til. Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir það vonbrigði hvað staða íslenskra neytenda er veik. Í því ljósi hafi verið sláandi að sjá sitjandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, segja í viðtali við Kastljós á þriðjudagskvöld að hann vissi ekki hver af samráðherrum hans færi með neytendamál [Ólöf Nordal innanríkisráðherra fer með neytendamál]. Eins rifjar Ólafur upp orð forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónssonar, þegar reglugerð um vistvæna framleiðslu var afnumin, að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu merkingar um vistvæna framleiðslu áfram. Ólafur Arnarson „Gunnar Bragi, maðurinn sem ber ábyrgð á búvörusamningunum meðal annars, vissi þetta ekki. Þetta segir okkur bara nákvæmlega hversu hátt neytendamálin eru skrifuð hjá núverandi stjórnvöldum. Þau virðast skipta litlu sem engu máli í þeirra augum,“ segir Ólafur. „Birtingarmyndin er sú að réttur framleiðandans er mikill og ríkulegur en réttur neytandans er settur til hliðar. Þetta stendur upp úr,“ segir Ólafur sem útilokar ekki hugmyndir Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um einkavæðingu eftirlitskerfisins – aðspurður um lausnir. „Maður veltir því fyrir sér, þegar maður sér þetta, hvort við erum að fá þá eftirlitsþjónustu sem við eigum skilið. Ég held ekki og þetta komi því til greina,“ segir Ólafur sem í dag hittir Jón Gíslason, forstjóra Matvælastofnunar, að máli í leit að skýringum á Brúneggjamálinu og öðrum álitamálum sem það hefur vakið upp. „Það sem hefur breyst er að allir eru á vaktinni. Neytendamál eru í deiglunni – ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla. Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00