Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Svavar Hávarðsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Brúnegg eru ekki lengur í sölu. vísir/Anton Brink Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans. Það er ámælisvert og þarf leiðréttingar við. Það er vakning í neytendamálum í samfélaginu og með tilkomu samfélagsmiðla eru allir á vaktinni – nokkuð sem þeir sem selja vöru og þjónustu ættu að taka tillit til. Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir það vonbrigði hvað staða íslenskra neytenda er veik. Í því ljósi hafi verið sláandi að sjá sitjandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, segja í viðtali við Kastljós á þriðjudagskvöld að hann vissi ekki hver af samráðherrum hans færi með neytendamál [Ólöf Nordal innanríkisráðherra fer með neytendamál]. Eins rifjar Ólafur upp orð forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónssonar, þegar reglugerð um vistvæna framleiðslu var afnumin, að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu merkingar um vistvæna framleiðslu áfram. Ólafur Arnarson „Gunnar Bragi, maðurinn sem ber ábyrgð á búvörusamningunum meðal annars, vissi þetta ekki. Þetta segir okkur bara nákvæmlega hversu hátt neytendamálin eru skrifuð hjá núverandi stjórnvöldum. Þau virðast skipta litlu sem engu máli í þeirra augum,“ segir Ólafur. „Birtingarmyndin er sú að réttur framleiðandans er mikill og ríkulegur en réttur neytandans er settur til hliðar. Þetta stendur upp úr,“ segir Ólafur sem útilokar ekki hugmyndir Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um einkavæðingu eftirlitskerfisins – aðspurður um lausnir. „Maður veltir því fyrir sér, þegar maður sér þetta, hvort við erum að fá þá eftirlitsþjónustu sem við eigum skilið. Ég held ekki og þetta komi því til greina,“ segir Ólafur sem í dag hittir Jón Gíslason, forstjóra Matvælastofnunar, að máli í leit að skýringum á Brúneggjamálinu og öðrum álitamálum sem það hefur vakið upp. „Það sem hefur breyst er að allir eru á vaktinni. Neytendamál eru í deiglunni – ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla. Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans. Það er ámælisvert og þarf leiðréttingar við. Það er vakning í neytendamálum í samfélaginu og með tilkomu samfélagsmiðla eru allir á vaktinni – nokkuð sem þeir sem selja vöru og þjónustu ættu að taka tillit til. Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir það vonbrigði hvað staða íslenskra neytenda er veik. Í því ljósi hafi verið sláandi að sjá sitjandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, segja í viðtali við Kastljós á þriðjudagskvöld að hann vissi ekki hver af samráðherrum hans færi með neytendamál [Ólöf Nordal innanríkisráðherra fer með neytendamál]. Eins rifjar Ólafur upp orð forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónssonar, þegar reglugerð um vistvæna framleiðslu var afnumin, að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu merkingar um vistvæna framleiðslu áfram. Ólafur Arnarson „Gunnar Bragi, maðurinn sem ber ábyrgð á búvörusamningunum meðal annars, vissi þetta ekki. Þetta segir okkur bara nákvæmlega hversu hátt neytendamálin eru skrifuð hjá núverandi stjórnvöldum. Þau virðast skipta litlu sem engu máli í þeirra augum,“ segir Ólafur. „Birtingarmyndin er sú að réttur framleiðandans er mikill og ríkulegur en réttur neytandans er settur til hliðar. Þetta stendur upp úr,“ segir Ólafur sem útilokar ekki hugmyndir Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um einkavæðingu eftirlitskerfisins – aðspurður um lausnir. „Maður veltir því fyrir sér, þegar maður sér þetta, hvort við erum að fá þá eftirlitsþjónustu sem við eigum skilið. Ég held ekki og þetta komi því til greina,“ segir Ólafur sem í dag hittir Jón Gíslason, forstjóra Matvælastofnunar, að máli í leit að skýringum á Brúneggjamálinu og öðrum álitamálum sem það hefur vakið upp. „Það sem hefur breyst er að allir eru á vaktinni. Neytendamál eru í deiglunni – ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla. Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00