Vildi koma sterkari til baka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2016 06:00 Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er í hópi markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. vísir/ernir Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira