Bein útsending frá setningu Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2016 12:30 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands ganga ásamt fylktu liði frá þinghúsinu í Dómkirkjuna við setningu Alþingis í dag. vísir/vilhelm Vísir er með beina útsendingu frá setningu 146. löggjafarþings Íslendinga og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni. Á vef Alþingis kemur fram að þingsetningarathöfnin hefjist klukkan 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, en forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, predikar og sér Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Alþingi, 146. löggjafarþing, og að því loknu tekur Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti, við fundarstjórn og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til klukkan 16. Við framhald þingsetningarfundarins klukkan fjögur verða kjörbréf þingmanna afgreidd, drengskaparheit unnin, kosinn forseti Alþingis og varaforsetar og í nefndir þingsins. Að síðustu verður hlutað um sæti þingmanna. Þá verður fjárlagafrumvarpinu 2017 dreift á fundinum.Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta. Kl. 14.05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Kl. 14.10 Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Kl. 14.20 Strengjakvartett flytur Hver á sér fegra föðurland. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðlur, Matthías Stefánsson, víóla, og Örnólfur Kristjánsson, selló. Kl. 14.22 Starfsaldursforseti tekur við fundarstjórn. Kl. 14.24 Strengjakvartett flytur Smávinir fagrir. Kl. 14.26 Forseti Íslands gengur úr þingsalnum. Kl. 14.27 Starfsaldursforseti stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Hlé á þingsetningarfundi fram til klukkan 16. Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Vísir er með beina útsendingu frá setningu 146. löggjafarþings Íslendinga og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni. Á vef Alþingis kemur fram að þingsetningarathöfnin hefjist klukkan 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, en forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, predikar og sér Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Alþingi, 146. löggjafarþing, og að því loknu tekur Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti, við fundarstjórn og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til klukkan 16. Við framhald þingsetningarfundarins klukkan fjögur verða kjörbréf þingmanna afgreidd, drengskaparheit unnin, kosinn forseti Alþingis og varaforsetar og í nefndir þingsins. Að síðustu verður hlutað um sæti þingmanna. Þá verður fjárlagafrumvarpinu 2017 dreift á fundinum.Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta. Kl. 14.05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Kl. 14.10 Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Kl. 14.20 Strengjakvartett flytur Hver á sér fegra föðurland. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðlur, Matthías Stefánsson, víóla, og Örnólfur Kristjánsson, selló. Kl. 14.22 Starfsaldursforseti tekur við fundarstjórn. Kl. 14.24 Strengjakvartett flytur Smávinir fagrir. Kl. 14.26 Forseti Íslands gengur úr þingsalnum. Kl. 14.27 Starfsaldursforseti stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Hlé á þingsetningarfundi fram til klukkan 16.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira