Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2016 16:00 Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður. Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður.
Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00