Vill konu í formann KSÍ og útilokar ekki framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2016 23:21 Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram til formanns 2007 og útilokar ekki að endurtaka leikinn í febrúar. Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56