Gunnar Bragi ósammála Vigdísi: „Fjölmiðlar staðið sig býsna vel“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 10:32 Landbúnaðarráðherra er ekki sammála ummælum Vigdísar Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss sé aðför að íslenskum landbúnaði. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“ Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“
Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32
Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19