Þess í stað ætla mæðginin að búa á núverandi heimili sínu á efstu hæð Trump-turnsins á Manhattan í New York borg.
Heimildarmenn hafa sagt að ástæðan fyrir áframhaldandi búsetu í Trump-turninum sé sú að Trump-hjónunum sé illa við að taka Barron úr skóla. Barron, sem er tíu ára gamall, stundar nú nám í einkaskóla í norðvesturhluta Manhattan.

Eftir að úrslit forsetakosninganna urðu ljós hefur öryggisgæslan á svæðinu umhverfis Trump-turninn verið hert til muna en stórt svæði í kringum hann er afgirt. Þessar öryggisráðstafanir hafa gert það að verkum að umferðin í New York-borg er martröð líkust.
Ljóst er að þörf er á áframhaldandi gæslu ef Trump-fjölskyldan stendur við ákvörðun sína að hafa aðsetur sínar í turninum.
„Leyniþjónustan mun þurfa að girða af svæðið til þess að einhverjir vitleysingar geti ekki komist í návígi turninn og sprengt bílsprengju,“ sögðu lögreglumenn New York-borgar á blaðamannafundi á föstudaginn aðspurðir um hvort turninn yrði áfram girtur af.